Fréttir

Rf óskar eftir þátttakendum í neytendakönnun á þorski

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski. Kannanirnar verða gerðar um miðjan október og standa fram í nóvember næstkomandi.

Um er að ræða tvær kannanir:

1) könnun sem fer fram á Rf fimmtudaginn 19. október og er þá óskað eftir fólki, 18 ára og eldri, til að koma til okkar á Skúlagötu 4 þann dag og smakka fisk Opna eyðublað

2) könnun þar sem fólk fær fisk með sér heim til matreiðslu alls 6 sinnum yfir 6 vikna tímabil (alla þriðjudaga) frá 17. október til 21. nóvember. Hér erum við að leita að fjölskyldum, þar sem a.m.k 2 eru 18 ára eða eldri. Opna eyðublað

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eru vinsamlega beðnir um að smella á viðkomandi slóð hér fyrir ofan og fylla út það skjal eyðublað sem tilheyrir þeirri könnun sem þeir hafa áhuga á að taka þátt í og senda á:  fisk@rf.is  (ATH! aðeins er hægt að vera þátttakandi í einni könnun)

Þátttakendur fá þakklætisvott fyrir þátttökuna

Frekari upplýsingar í síma: 530 8665 / 530 8666 / 530 8667

IS