Fréttir

Samið um rannsóknir á sýklalyfjaónæmi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir samning um að hefja samstarf í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, sem er ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag.

Undirskriftin fór fram í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær en Matís hefur unnið að undirbúningi samstarfsverkefnisins með Matvælastofnun, Keldum, Sýklafræðideild Landspítalans, EFSA og DTU Fødevareinstituttet í Danmörku.

Verkefnið felur í sér rannsóknir á sýklalyfjaónæmi í bakteríum (E. coli) á Íslandi með heilraðgreiningu á erfðaefni þeirra. Vonast er til að niðurstöðurnar varpi ljósi á uppruna baktería með getu til að mynda sýklalyfjaónæmi (ESBL/AmpC myndandi E. coli) og greina þátt matvæla, dýra, manna og umhverfis í útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Niðurstöðurnar munu nýtast til að útbúa viðbragðsáætlanir til að viðhalda lágu hlutfalli sýklalyfjaónæmis eða að hægja á þróun/aukningu ónæmis eins og hægt er.Verkefnið er unnið undir formerkjum “One Health”, sem er alþjóðleg stefna ætluð auknu þverfaglegu samstarfi og samskiptum á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu fyrir menn, dýr og fyrir umhverfið.

Sjá nánar frétt á vef Mast