Fréttir

Örverudeild Matís biðlar til viðskiptavina sinna að takmarka sýnatöku þessa vikuna

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Örverudeild Matís ohf biðlar til viðskiptavina sinna að takmarka sýnatöku þessa vikuna vegna mikils álags á deildinni vegna rannsókna á upptökum hópsýkingar af völdum Shiga-toxin myndandi E.coli (STEC) sbr. fréttatilkynningu landlæknis. Tekið er að sjálfsögðu á móti öllum forgangssýnum og nauðsynlegum sýnum til að viðhalda eðlilegri vinnslu og virkni fyrirtækja.

Frá árinu 2015 hefur rannsóknastofa Matís verið tilvísunarrannsóknastofa fyrir STEC og hefur unnið að uppbyggingu á sérfræðiþekkingu og mæligetu hérlendis. Í gegnum netverk tilvísunarrannsóknarstofa Evrópu tekur Matís þátt í alþjóðlegu samstarfi við að þróa aðferðir, meta útbreiðslu og efla þekkingu á STEC í matvælum, umhverfi og sjúklingum. Matís býður upp á greiningar á STEC, bæði grunngreiningar ásamt heilraðgreiningu jákvæðra sýna til að rekja uppruna sýkingar.