Fréttir

Samstarf við Sjávarklasann um fullnýtingu fisks í Kanada

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Allt frá stofnun Sjávarklasans 2011 hefur Matís átt í góðu og árangursríku samstarfi við klasann sjálfan og þau fyrirtæki sem í honum eru. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í og fylgjast með hvernig klasinn hefur blómstrað og skilað af sér nýjum fyrirtækjum, vörum og verðmætum landi og þjóð til heilla.

Meðal þeirra verkefna sem unnið er að um þessar mundir er ráðgjöf við yfirvöld og fyrirtæki í kringum Vötnin miklu (the Great Lakes) í Kanada hvað varðar fullnýtingu á þeim afla sem þar fæst. Verkefnið er unnið í tengslum við hugmyndafræði 100%fish. Í síðustu viku kom hópur tengdur verkefninu til að taka upp kynningarefni á rannsóknarstofum Matís. Fyrir hópnum fór dr. Alexandra Leeper, rannsóknar & þróunarstjóri Sjávarklasans, sem jafnframt er fyrrverandi starfsmaður Matís. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni. Starfsfólk Matís er sérlega stolt að því að taka þátt í samstarfinu við Sjávarklasann.