Fréttir

Samstarfssamningur milli Matís og Matvælastofnunar undirritaður

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 27.mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um framkvæmd prófana og öryggisþjónustu af hálfu Matís fyrir Matvælastofnun.

Megintilgangur samningsins er annars vegar að tryggja aðgang Matvælastofnunar að öryggisþjónustu rannsóknastofu sem mun njóta forgangs ef upp koma matarsjúkdómar. Hins vegar á samningurinn að tryggja eftir föngum að Matvælastofnun geti rækt það lögmælta hlutverk sitt að fara með matvælaeftirlit eða yfirumsjón með eftirliti annarra aðila, til að tryggja öryggi og gæði matvæla.

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, undirrituðu samninginn.