Fréttir

Sjálfbærari og betri matvælaumbúðir

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Athyglisverð ráðstefna um sjálfbærni þegar kemur að matvælapakkningum, stöðu hennar í dag og framtíðarhorfur fer fram 5. júlí næstkomandi.

Matís er þátttakandi í COST (European Cooperation in Science and Technology) verkefninu CIRCUL-A-BILITY sem hefur að markmiði að þróa og fræða hagaðila um sjálfbærar matvælaumbúðir. Alls taka 160 fyrirtæki og stofnanir frá 34 löndum þátt í verkefninu, með bakgrunn á ýmsum sviðum, allt frá frumframleiðslu og matvælafræði til hönnunar og markaðssetningar. Verkefninu er ætlað að stuðla að samstarfi innan Evrópu til að þróa matvælaumbúðir framtíðarinnar sem tryggja aukin gæði og geymsluþol, sem og minni matarsóun og umhverfisáhrif.

Verkefnið mun standa fyrir 90 mínútna netfundi (webinar) þann 5. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður um sjálfbærni og matvælaumbúðir. Þátttaka í fundinum ókeypis, en upplýsingar um skráningu og dagskrá má nálgast hér: Sustainability communication on food packages status quo and future needs.

Einnig verður haldin ráðstefna í haust, dagana 26.-29. september og er hægt að nálgast upplýsingar um hana hér. Hún verður nánar auglýst síðar.