Fréttir

Starfsmenn Lýsis hf í skynmati hjá Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrir nokkrum dögum var lítill hópur starfsmanna frá Lýsi hf. á námskeiði í skynmati á Matís. Markmið námskeiðsins var að þjálfa starfsmennina í aðferðum við að gæðameta lýsi.

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um skynmat, grunnbragðefni og skynmatsaðferðir og einnig fékk starfsfólkið verklega þjálfun í notkun aðferða við mat á þráalykt og -bragði af lýsi.
Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla.

Skynmat er nauðsynlegur þáttur í gæðaeftirliti. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur um langt skeið verið stundað á skipulagðan hátt, einkum sem þáttur í gæðaeftirliti.

Matís hefur í mörg ár aðstoðað fyrirtæki við að koma sér upp skynmati, veitt ráðgjöf í skynmati og framkvæmt geymsluþolsrannsóknir í þeim tilfellum þar sem skynmat er mjög veigamikill þáttur.

Starfsfólk Lýsis í skynmati hjá Matís

Þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónust Matís er bent á að hafa samband við Emilíu Marteinsdóttur í síma: 422 5032 eða í netfangið emilia.martinsdottir@matis.is