Fréttir

Stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood Forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 5. – 7. mars. og er búist við að um 1000 manns sæki viðburðinn. 

Í mars n.k. verður NASF haldið í 19. sinn, en þá munu stjórnendur, fjárfestar, tækjaframleiðendur og aðrir hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst til Bergen til að sitja ráðstefnuna. Dagskráin þetta árið er að vanda sérlega spennandi og hefur verið birt á heimasíðu ráðstefnunnar nor-seafood.com. Dagskráin skiptist í 20 málstofur og munu um 200 framsögur verða haldnar.

Eins og oft áður skipa Íslensk fyrirtæki og einstaklingar stóran sess í dagskránni. Á undanförnum áum hafa færri komist að en vilja á NASF, þar sem þetta er einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur og áhrifavalda í sjávarútvegi og fiskeldi, og heyra um hvað er nýjasta nýtt í greinunum. Hratt gengur á gistirými í Bergen á meðan á viðburðinum stendur og því hvetjum við fólk til að skrá sig tímalega. Skráning fer fram hér.

Þeir sem vilja fræðast meira um viðburðinn geta haft samband við jonas@matis.is eða í síma 4225107.

IS