Fréttir

Verðmæti úr hitakærum bakteríum

Tengiliður

Antoine Moenaert

Ph.D. nemi

antoine@matis.is

Nýtt verkefni er nú nýhafið hjá Matís. Verkefnið snýst um verðmæti úr hitakærum bakteríum er 3ja ára rannsóknaverkefni þar sem kannað er hvort hægt er að nýta kolvetni unnin úr þangi til að framleiða verðmæt efnasambönd.

Eitt af mikilvægustu verkefnum líftækni dagsins í dag er að þróa hagkvæmar og skilvirkar framleiðsluaðferðir fyrir verðmæt lífefni úr sjálfbærum lífmassa, til þess að draga úr mengun og vinna á móti ofnýtingu náttúruauðlinda sem ekki eru óþrjótandi. Hingað til hafa stórþörungar ekki verið nýttir sem hráefni í framleiðslu verðmætra efna í líftækniiðnaði. Þeir eru ríkir af kolvetnum og sem slíkir eru þeir ákjósanlegir í framleiðslu á margvíslegum verðmætum.

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og fléttast verkefnið inn í tvö önnur verkefni hjá Matís, verkefnin MacroFuel og ThermoFactories og byggir verkefnið á áratuga rannsóknum og reynslu sérfræðinga Matís í líftækni hitakærra baktería

Verkefnið hófst formlega 1. apríl 2018 sl. og því lýkur 31. mars 2021.

Hluti verkefnisins er til doktorsgráðu Antoine Moenaert hjá Matís en leiðbeinandi Antoine er Guðmundur Óli Hreggviðsson og faglegur leiðtogi yfir verkefninu er Ólafur Héðinn Friðjónsson.

Yfirlitsmynd fyrir verkefnið – höfundur Antoine Moenaert.