Fréttir

Vilt þú kynnast eldhúsi framtíðarinnar í sýndarveruleika?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Við hjá Matís erum núna að vinna að fræðsluverkefni sem heitir Future Kitchen og er markhópurinn ungt fólk, frá 12 ára aldri allt að fertugu. Verkefnið er samstarfsverkefni framsækinna fyrirtækja, stofnana og háskóla á matvælasviði í Evrópu og er stutt af EIT-Food undir Evrópusambandinu. Verkefnið gengur meðal annars út á að gera stutt sýndarveruleikamyndbönd um tækninýjungar, ný vísindi og nýsköpun á sviði matvæla sem auka möguleika okkar á að brauðfæða sívaxandi fjölda jarðarbúa á sjálfbæran hátt til framtíðar. 

Vilt þú leggja okkur lið í að ná rannsóknarmarkmiðum okkar?

Ef svar þitt er já, langar okkur að biðja þig um að horfa á 1 til 2 stutt Future Kitchen sýndarveruleikamyndbönd (um 3 mín. löng) og svara svo stuttri spurningakönnun í framhaldi (1-2 mín.). Markmið okkar er að fá upplýsingar um viðhorf ungs fólks til nýrra fæðumöguleika og nýrrar tækni á sviði fæðuframleiðslu. Spurningakönnunin er almenn viðhorfskönnun og er ópersónugreinanleg (ef þú ert undir 18 ára aldri þarftu samþykki foreldris/forráðamanns til að svara könnuninni).

Þú getur horft á sýndarveruleikamyndböndin (í sýndarveruleikagleraugum, í tölvunni þinni eða í símanum þínum) á YouTube síðu Matís undir spilunarlistanum Future Kitchen. Skannaðu QR kóðann á meðfylgjandi mynd með símanum þínum, eða smelltu á þessa slóð:

Og svarað svo spurningakönnuninni með því að skanna QR kóðann á meðfylgjandi mynd með símanum þínum, eða smella á þessa slóð: https://www.surveymonkey.com/r/VR_videos_ISL

Bestu þakkir fyrir þitt framlag til Evrópuverkefnisins Future Kitchen.

IS