Fréttir

Neysla ungmenna á orkudrykkjum gefur tilefni til aðgerða

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Áhættumatsnefnd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hefur rannsakað að beiðni Matvælastofnunar hvort neysla orkudrykkja sem innihalda koffín hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í 8.-10. bekk. 

Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í fyrri rannsóknum og gefi tilefni til aðgerða til að lágmarka neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín og fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra.

Helga Gunnlaugsdóttir sviðsstjóri hjá Matís sá um verkefnastjórn fyrir áhættumatið og vann með áhættumatsnefnd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Frekari upplýsingar og helstu niðurstöður má finna í frétt Matvælastofnunar.

Skýrsluna má nálgast hér.

Viðtal við Helgu Gunnlaugsdóttur og Dóru S. Gunnarsdóttur sviðsstjóra neytendaverndar hjá Matvælastofnun í Bítinu á Bylgjunni í morgun um framvkæmd og niðurstöður rannsóknarinnar.