Fréttir

Vinnustofa um virðiskeðjur sæbjúgna í Norður-Atlantshafi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á fimmtudaginn (8. október) verður haldin alþjóðleg vinnustofa um sæbjúgu á vegum norræna samstarfsverkefnisins Holosustain. Matís sér um skipulagningu vinnustofunnar sem fer alfarið fram á netinu.

Fjallað verður um veiðar, vinnslu, rannsóknir, vörur og markað. Vinnustofunni er skipt í tvær lotur. Sú fyrri ber yfirskriftina „Fisheries status and Aquaculture“ þar sem núverandi staða er skoðuð. Seinni lotan nefnist „High-added value product opportunities“ þar sem tækifæri í tengslum við sæbjúgu eru til umfjöllunar. Dagskránni lýkur svo með umræðum.

Hér má nálgast dagskrá vinnstofunnar.

Frekari upplýsingar veitir Ólafur H. Friðjónsson hjá Matís.