Ný hitastöðug ensím til umbreytingar á sterkju

Heiti verkefnis: Amylomics

Samstarfsaðilar: Háskólinn í Lundi; Háskólinn í Stuttgart, Þýskalandi; Háskólinn í Gronigen, Hollandi; Roquette Frakklandi, RocheNimbleGen Íslandi; Prokazyme; Semgen, Króatíu

Rannsóknasjóður: FP7

Upphafsár: 2011

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

AMYLOMICS verkefnið mun hagnýta fjölbreytt lífríki jarðhitasvæða á Íslandi við að þróa hitaþolin ensím til notkunar í sterkju- og sykruiðnaði.

Hita- og sýruþol eru nauðsynlegir eiginleikar í slíkum iðnaðarferlum en þá má finna í ensímum lífvera á hverasvæðum.

Verkefnið var unnið m.a. í samvinnu við franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu sterkju og afleiddra afurða, með ársveltu upp á um 7 milljarða evra.

https://matisiceland.org/matis_projects/amylomics/