Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – Fóðurtilraun sem kannar áhrif þörunga á nyt og heilnæmi mjólkur

Heiti verkefnis: Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Samstarfsaðilar: Tilraunabúið að Stóra-Ármóti, University of Reading

Rannsóknasjóður: Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Upphafsár: 2020

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Meginmarkmið 1) Auka nyt mjólkurkúa, 2) Kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, 3) Möguleiki að nota þang sem steinefnagjafa í lífrænt fóður. Ný afurð: Joðrík mjólk.

Rannsóknin “Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – aukin nyt og gæði?” (18-039) sem Framleiðnisjóður styrkti árið 2018 kannaði stöðu þungmálma, steinefna og joðs í mjólk eftir þanggjöf. Tilraunin keyrði í 13 vikur á Stóra-Ármóti og mikill fjöldi af sýnum safnaðist. Lítill munur reyndist vera á mjólkursamsetningu hvað varðar t.d. prótein, fitu og laktósa. Mæld voru snefilefni og steinefni í safnsýnum fyrir þrjá hópa af kúm í 12 vikur (36 sýni). 

Niðurstöður sýna hins vegar óvæntar breytingar á sumum snefilefnum, m.a. lækkun á Selen, Sink ofl. Nauðsynlegt er því að mæla sýni frá hverri kú, þ.e.a.s hverjum einstaklingi, til að meta tölfræðilega þennan mun. Þessi breyting/lækkun gæti stafað frá örfáum einstaklingum og því mikilvægt að skoða einstaklingssýni. Matís mun mæla snefilefni og steinefni í 333 sýnum úr tilrauninni með ICP-MS mælingum eftir niðurbrot. Joð og fitusýrusamsetning verður sömuleiðis mæld í sömu 333 sýnum hjá samstarfsaðila (Háskólinn í Reading).

Tengdar greinar

Effect of Dietary Seaweed Supplementation in Cows on Milk Macrominerals, Trace Elements and Heavy Metal Concentrations