Brjósksykrur

Heiti verkefnis: Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers

Samstarfsaðilar: Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, IceProtein, Reykofninn Grundarfirði

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður, AVS

Upphafsár: 2008

Þjónustuflokkur:

Botnfiskur

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum.

Brjósksykrur, chondroitin sulfate, hafa verið notaðar sem fæðubótarefni, oftast með glukósamíni til að vinna gegn slitgigt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að klippa brjósksykrur niður í smærri einingar (fásykrur) má mögulega auka lífvirkni þeirra in vitro.

Niðurstöður verkefnisins sýndu fram á að unnt er að framleiða brjósksykrur úr hákarlabrjóski og grófhreinsaðar brjósksykrur úr sæbjúgum með einföldum vinnsluferlum. Einnig er unnt að framleiða fásykrur úr hákarlabrjóski með sérvirkum lífhvötum.

Brjósksykrurnar sýna töluverða lífvirkni in vitro og eru brjósksykrur úr íslenskum sæbjúgum sérstaklega áhugaverðar þar sem þær sýna andoxunarvirkni, ónæmisstýrandi virkni og blóðsykurslækkandi virkni.

Almennt heiti verkefnis: Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers