BlueGreenFeed: Þróun fiskeldisfóðurs úr hliðarstraumum landbúnaðar

Heiti verkefnis: BlueGreenFeed

Samstarfsaðilar: LAXÁ (IS), Háskóli Íslands (IS), Sintef (NO), Montasjen AS (NO), Taltech (EE), AARHUS UNIVERSITET (DK), Vestjyllands Andel Feed Optimizing and Innovation (DK)

Rannsóknasjóður: BlueBio Cofund / Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

fiskeldi

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Markmið verkefnisins er að umbreyta vannýttum hliðarstraumum í landbúnaði í verðmætt fiskeldisfóður.

Meðal þeirra hliðarstrauma sem kannaðir verða eru gras og fjaðrir alifugla en þeim verður umbreytt með því að nota það sem fóður fyrir fjórar tegundir skordýra. Í framhaldi af fóðrun skordýranna með fjöðrum og grasi verða þau svo unnin í og nýtt í gerð fiskafóðurs. Í verkefninu verður lögð áhersla á að auka sjálfbærni í landbúnaði og fiskeldi með aukinni nýtingu á vannýttum hliðarstraumum, en til að mæla þann afrakstur verður aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA) beitt .