Fiskur framtíðarinnar: Nýjar tækniumbyltandi sjávarafurðir

Heiti verkefnis: Future Fish

Samstarfsaðilar: HÍ, Kokkalandsliðið, Þorbjörn, MPF Ísfiskur, Natural Machines

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður, AVS

Upphafsár: 2017

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum.

Eftirfarandi afurðir komu m.a. út úr verkefninu: þróun á uppskriftum og ferlum til að þrívíddarprennta mismunandi sjávarfang; tilbúnar grunnuppskriftir fyrir 3D prenthylki með sjávarfangi; sýningaruppskriftir til að kynna 3D prentun með sjávarafurðum fyrir framtíðarnotendum, námskeið / fræðsluefni til að fræða fólk um notkun þrívíddarprentunar með sjávarfangi almennt og nýtingu vannýttra sjávarafurða.

Niðurstöður þessarar vinnu er hægt að nýta í frekari rannsóknir svo sem hvernig hægt er að aðlaga nýja tækni að flóknum hráefnum eins og aukaafurðum úr sjávarfangi. Niðurstöðurnar geta einnig verið notaðar í veitingarekstri þar sem hægt er að búa til aðlaðandi og næringargóða sérsmíðaða 3D prentaða skammta og rétti úr verðlitlum sjávarafurðum. Þá er hægt að yfirfæra aðferðirnar sem voru þróaðar í verkefninu á önnur flókin og/eða nýstárleg hráefni (t.d. þörunga, einfrumuprótein, skordýr osfrv.) til að útbúa  neytendavænar vörur á formi sem höfðar til neytenda.