GIANT LEAPS

Heiti verkefnis: GIANT LEAPS

Rannsóknasjóður: Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Verkefninu er ætlað að kanna möguleika þess að flýta fyrir umskiptum á próteinum úr dýraríkinu yfir í önnur fæðuprótein. Breyting á fæðuvali er eitt af lykilatriðum þess að draga úr fótspori matvælakerfa með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda og  notkunar á orku, vatni og landi ásamt öðrum umhverfisþáttum. Jafnframt er litið til heilsufars og vellíðan fólks og dýra ásamt varðveislu vistkerfa jarðar. GIANT LEAPS verkefnið stuðlar að nýjungum, aðferðarfræðum og opnu gagnasetti sem ætlað er að flýta fyrir innleiðingu á breyttu mataræði skv. Farm-to-Fork stefnunni og markmiðum Green Deal um hlutleysi í loftlagsmálum fyrir árið 2050.

GIANT LEAPS verkefnið mun skoða ný prótein, bera þau saman við hefðbundin dýraprótein og skilgreina framtíðarfæði sem stuðlar að betri umhverfi og heilsu. Þau nýju prótein sem verða rannsökuð eru prótein úr plöntum, örveruprótein, sveppaprótein, prótein úr sjó, prótein úr skordýrum, ræktað kjöt og hefðbundin prótein. Verkefnið mun takast á við þær áskoranir sem felast í því að nota ný prótein í vinnslu á matvælum, s.s. vinnslu hráefna og matvælaframleiðslu; öryggi við hönnun, þ.mt ofnæmis; meltingar og heilsu; sjálfbærni, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslags.

GIANT LEAPS  hefur yfir að ráða hópi sérfræðinga til að vinna með áhrifa- og óvissuþætti rannsóknarinnar. Með það að markmiði að koma á hagkvæmni í mataræði framtíðarinnar byggt á jurta-próteini sem eru viðurkennd af hagsmuaaðilum GIANT LEAPS. Val hagsmunahópsins á jurta-próteinum eru út frá skammtíma-, mið- og langtíma markmiðum og áhrifum ásamt aðgengilegum gögnum um hráefnin. Nýjungar og endurbætt aðferðarfræði ásamt aðgengilegum og yfirgripsmiklum upplýsingum um jurta-próteinin leiða til m.a.:

  • Forgangsröðun yfirvalda á matvælakerfinu verði í átt að breyttu mataræði til heilla fyrir heilbrigði almennings,
  • Áhrifaaðilar innan matvælavirðiskeðjunnar taki stefnumótandi ákvarðarnir í átt að breyttu mataræði þá á sviði vísinda, viðskipta og fjárfestinga,
  • Almenningur fái raunhæft val til að velja sjálfbærari og hollari mat.   

Matís mun leiða sér verkþátt um sjálfbærni þar sem skoðuð verða áhrif framleiðslu próteinanna á umhverfi, samfélag og efnahag, ásamt því að kanna möguleg áhrif á vistkerfi og hvort þau geti lagt sitt af mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Matís tekur einnig þátt í viðamiklum rannsóknum um efnainnihald og næringargildi próteinanna og skoðun á því hvaða eiginleika þau hafa fyrir matvælaframleiðslu.