Kælibót – bestun kælingar í matvælaframleiðslu

Heiti verkefnis: Chill-On

Samstarfsaðilar: 32 samstarfsaðilar

Rannsóknasjóður: Verkefnin voru styrkt af sjöttu-rammaáætlun um rannsóknasamstarf í Evrópu, Tækniþróunarsjóði, AVS og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands

Upphafsár: 2006

Þjónustuflokkur:

Uppsjávarfiskur

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Mikilvægi kælingar á öllum stigum matvælaframleiðslu hefur komið æ sterkar í ljós með auknum rannsóknum Matís og samstarfsaðila á kæliferlum ferskra fiskafurða. Chill-on, Kælibót og Hermun kæliferla er hópur rannsóknar- og nýsköpunarverkefna sem stóðu yfir 2006-2011.

Markmið verkefnanna var að bæta virðiskeðju sjávarafurða með rannsóknum og þróun að kæliferlum, kæli lausnum, pakkningum, flutningsferlum og rekjanleika.

Verkefnin voru unnin í nánu samstarfi við íslenskan iðnað og erlendar vísindastofnanir til að tryggja að upplýsingar um bestu kælilausnirnar skili sér til íslensks matvælaiðnaðar.

Markmið verkefnanna var að vera vettvangur þekkingar um bestun kæliaðferða fyrir fiskafurðir til að tryggja gæðaeiginleika hráefnis og afurða og stuðla að hagnýtingu þessara upplýsinga fyrir íslenska framleiðendur á mörkuðum sínum með því að:

ƒ– Samþætta núverandi stöðu þekkingar og rannsókna hjá Matís og samstarfsaðilum.

ƒ– Leggja grunn að markvissari ferlastýringum við matvælaframleiðslu og auka þekkingu á kælimiðum og áhrifum þeirra á afurðir, gæði, geymsluþol og öryggi afurða.

ƒ– Greina hagrænar forsendur valkosta í tækni og flutningum.

ƒ– Þróa og aðlaga hraðvirkar mæliaðferðir, þróa spálíkön og raunhæf tól til ákvörðunartöku
í iðnaðinum.

ƒ– Þróa og gefa út ráðgefandi leiðbeiningar, hand- bækur og gagnvirka vefgátt sem sniðnar eru að þörfum iðnaðarins.

ƒ– Miðla þekkingu og færni byggðum á nýjustu þekkingaruppsprettum heima og heiman á skipulagðan máta til að undirbyggja samkeppn- isstöðu íslensks fiskiðnaðar á alþjóðavísu.

Verkefnin stuðluðu að umtalsverðri framþróun í sjávarútvegi á Íslandi, sem og í Evrópu. Að auki stuðluðu verkefnin að því að mennta fjölda MSc og PhD nema, sem í dag starfa í íslenskum sjávarútvegi.

Á vefsíðunni www.kaeligatt.matis.is eru niðurstöður verkefnanna kynntar.

32 samstarfsaðilar tóku þátt í verkefninu:

VEREIN ZUR FÖRDERUNG DES TECHNOLOGIETRANSFERS AN DER HOCHSCHULE BREMERHAVEN E.V., Þýskalandi
AGRICULTURAL RESEARCH ORGANIZATION, Ísrael
CTVALUE CONSULTING & SOLUTIONS S.R.L. Ítalíu
CHINA AGRICULTURAL UNIVERSITY, Kína
WESSEX INSTITUTE OF TECHNOLOGY, Bretlandi
AGRICULTURAL UNIVERSITY OF ATHENS, Grikklandi
FUNDACION CHILE, Chile
UNIVERSITY OF KENT, Bretlandi
MATIS OHF Ísland
AFCON SOFTWARE AND ELECTRONICS LTD Ísrael
BEIJING BEISHUI FOOD INDUSTRY CO.,LTD Kína
MOTOROLA ISRAEL LTD, Ísrael
Q-BIOANALYTIC GMBH, Þýskalandi
CYBELIA, Frakklandi
RESEARCH RELAY LTD, Bretlandi
CRYTEC LTD, Ísrael
FRESHPOINT QUALITY ASSURANCE LTD, Ísrael
CHAINFOOD B.V., Hollandi
TRACEALL LIMITED, Bretlandi
SEARA ALIMENTOS S.A., Brasilía
COMPANHIA MINUANO DE ALIMENTOS, Brasilía
HÁSKÓLI ÍSLANDS, Ísland
MOY PARK LIMITED, Bretland
OPALE SEAFOOD S.A.S., Frakkland
RLABS LIMITED LIABILITY COMPANY, Grikkland
TEHNION-ISRAEL INSTITUTE OF TECHNOLOGY, Ísrael
FJORD MARIN DENIZ ÜRÜNLERI ÜRETIM SANAYI VE TICARET.A.S., Tyrkland
FUNDAÇÃO UNIVERSIDADE FEDERAL DO RIO GRANDE, Brasilía
INSTITUTO TECNOLÓGICO DEL EMBALAJE, TRANSPORTE Y LOGÍSTICA, Spáni
OSM-DAN LTD., Ísrael
RHEINISCHE-FRIEDRICH-WILHELMS UNIVERSITÄT BONN, Þýskalandi
UNIVERSITÀ DEGLI STUDI DI PARMA, Ítalía