Kolefnisspor Íslenskra Matvæla

Heiti verkefnis: Kolefnisspor Íslenskra Matvæla, KÍM

Samstarfsaðilar: Landgræðslan, Sláturfélag Suðurlands, Mjólkursamsalan, Háskóli Íslands og Efla verkfræðistofa.

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Verkefnið, Kolefnisspor Íslenskra Matvæla (KÍM), var veittur styrkur úr Matvælasjóði sl. sumar. Markmið verkefnisins er að veita neytendum, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi áreiðanlegar, gagnsæjar og samanburðarhæfar upplýsingar um umhverfisáhrif íslenskra matvæla.

Megin áhersla verkefnisins KÍM er að leggja grunn að fyrsta áfanga þess að meta og reikna kolefnisspor fyrir íslensk matvæli sem verða í þessum áfanga; mjólk, nautakjöt, lambakjöt og valið grænmeti. Útreikningar verða skv. eftirfarandi; með aðferðarfræði lífsferilsgreininga (e.Life Cycle Assessmennt, LCA) og samkvæmt alþjóðlegum stöðum um gerð þeirra (ISO14040 og ISO 14044) og kolefnisspor fyrir vörur (ISO 14067), hinar nýju PEF (Product Environment Footprint) leiðbeiningar Evrópusambandsins, auk þess að stuðst verður við leiðbeiningar innan matvælageirans við gerð umhverfislýsinga (e. Environmental Product Declaration, EPD) fyrir matvæli.

Afurðir verkefnisins eru í þremur liðum: 1) Að útvega ný gögn um kolefnisspor þeirra íslensku matvæla sem verða valin í þessu verkefni, 2) þróa heildræna og samræmda aðferðarfræði sem tekur mið af alþjóðlegum stöðlum, reglum og stefnum og 3) uppfærsla á ÍSGEM gagnagrunninum sem mun þá einnig birta kolefnisspor íslenska matvæla samhliða næringaupplýsingum.

Matís, Matvæla- og næringadeild Háskóla Íslands og Efla verkfræðistofa hafa tekið höndum saman um að aðferðarfræði við útreikninga á kolefnisspori íslenskra matvæla verði samrýmd aðferðarfræði og kröfum alþjóðlegra staðla. Markmiðið er að kolefnisútreikningar íslenskra matvæla verði samanburðarhæfir erlendum útreikningum.

Niðurstöður verða birtar í ÍSGEM, íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla sem Matís á og rekur og er opinn öllum.