Korn á norðurslóð – Nýir markaðir

Heiti verkefnis: Korn á Norðurslóð

Samstarfsaðilar: Landbúnaðarháskóli Íslands, Rannsóknastofnanir í Noregi, Orkneyjum, Færeyjum og Kanada.

Rannsóknasjóður: Norðurslóðaáætlun

Upphafsár: 2015

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Korn á Norðurslóð – Nýir markaðir fjallaði um virðiskeðjuna frá kornrækt til fóðurs og matvæla. Verkefnið beindist fyrst og fremst að byggi. Markmiðið var að auka virði kornafurða og stuðla að kornrækt á nýjum svæðum. Verkefnið hófst 2015 og því lauk 2018. Samstarfsaðilar voru Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands ásamt rannsóknastofnunum í Noregi, Orkneyjum, Færeyjum og Kanada. Verkefnið var fjármagnað af Norðurslóðaáætluninni.