Minnkun gróðurhúsaáhrifa við fiskreykingu í Tansaníu

Heiti verkefnis: Minnkun gróðurhúsaáhrifa við fiskreykingu í Tansaníu

Samstarfsaðilar: UNU-FTP, Tanzania Fish Research Intitute (TAFIRI)

Upphafsár: 2014

Þjónustuflokkur:

throunaradstod

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Markmið verkefnisins var að hanna og smíða 100 reykofna í fiskiþorpum við Tanganyika vatn í Tansaníu, sem notuðu um 80% minna af eldivið við reykingu á fiski en hefðbundin reyking á svæðinu.

Í Tansaníu er notaðir um 450 þúsund rúmmetrar af viði á ári til að reykja fisk og því má áætla að ef vinnslueining Matís kemst í almenna notkun þar í landi sé hægt að draga úr viðarnotkun um 350 þúsund rúmmetra á ári.

Hefðbundin reyking á fiski er framkvæmd yfir opnum eldi og því er fiskurinn frekar brenndur en reyktur. Vinnslan er yfirleitt framkvæmd af konum sem standa í reykjarmekki alla daga og afleiðing þess eru öndunarerfiðleikar, særindi í augum og jafnvel blinda. Áskorun verkefnisins var því ekki einungis að leysa tæknileg vinnslumál heldur einnig að bæta heilsufar íbúa á svæðinu.

Verkefnasvæðið voru fiskiþorp við Tanganyika vatn í Tansaníu sem er um 160 kílómetra að lengd. Flest þessara þorpa hafa hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni