MIDSA: Örhjúpaðar fóðuragnir fyrir sjálfbært skeljaeldi

Heiti verkefnis: MIDSA

Samstarfsaðilar: University of Cambridge, AZTI

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Skelfiskeldi er mjög aðlaðandi frá sjónarhóli mannlegrar næringar, efnahags, umhverfis og vistkerfis. Hins vegar er vöxtur í slíku eldi að dragast aftur úr vexti fiskeldis vegna galla í framleiðsluferlinu sem hafa áhrif á framleiðslu, þar með talið fóðurgalla, sjúkdóma og gæðavandamál.

MIDSA verkefnið hefur þróað mjög næringarríkt fóður úr örhjúpuðum ögnum sem miðar að því að auka framleiðsluhraða klakstöðva með aukningu á gæðum kynstofnsins, meiri lifunargetu og vexti seiða.

Mikilvægur þáttur í verkefninu er að innihald fóðursins sé komið úr úrgangsstraumum, sem veitir efnahagslegan og sjálfbæran ávinning í gegnum hringrásarhagkerfi.