NordMar Biorefine: Opið lífmassaver – rekstrargrundvöllur

Heiti verkefnis: NordMar Biorefine

Samstarfsaðilar: Lund University, Ocean Rainforest, LUKE, LLa-Bioeconomy Research & Advisary, Háskólinn á Akureyri, Royal Greenland, NORCE, Háskóli Íslands

Rannsóknasjóður: Norræna ráðherranefndin

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

Stjórnsýsla

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

NordMar Biorefine er verkefni sem hófst undir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Markmið verkefnisins er að styrkja Bláa lífhagkerfi Norðurlandanna með því að:

  • Að koma á tengslaneti sérfræðinga á sviði Bláa lífhagkerfisins á Norðurlöndunum
  • Að setja í loftið netgátt þar sem hægt er að skiptast á þekkingu og upplýsingum
  • Að framkvæma hagkvæmniathugun á rekstri og staðsetningu fyrir opin lífmassaver á Norðurlöndunum
  • Kanna möguleika á gerð námsefnis varðandi hliðarstrauma sem myndast við framleiðslu á sjávarafurðum og úrvinnslu þeirra.

Löng hefð er fyrir nýtingu hafsins hjá Norrænu þjóðunum og þarf nýtingin að vera sjálfbær og skila eftirsóttum afurðum. Mikilvægt er að það sem kemur úr hafinu sé nýtt með sem bestum hætti til að hámarka verðmæti og halda umhverfisáhrifum í lágmarki. Frumkvöðlar og aðrir vinnsluaðilar þurfa að hafa aðgengi að lífmassaverum til að þróa sínar hugmyndir áfram og kanna möguleikann á því að fara í fullskala framleiðslu. Til þess þarf að vera aðgengilegur tækjakostur og þekking, sem getur nýst við að fara frá hugmyndastigi í átt að tilbúnum afurðum. Þetta verkefni mun skoða þau lífmassaver sem eru til staðar á Norðurlöndunum og meta hvar hægt sé að gera betur.

Vefsíða verkefnisins með netgátt er aðgengileg hér: NordMar Biorefine

Bæklingur í PDF með helstu upplýsingum.