Trefjaríkt og hollt hýði

Heiti verkefnis: Trefjaríkt og hollt hýði

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Varnarefni, þungmálmar og næringarefni í ytra og innra byrði íslensks og innflutts grænmetis og ávaxta.

Mikil vitundarvakning hefur orðið hjá fólki um mikilvægi þess að nýta betur hliðarafurðir og minnka matarsóun og er því verkefnið líklegt til að ná inná borð hjá almenningi og veitingahúsaeigendum. Verkefnið styður því vel við íslenska grænmetisbændur og kornræktendur. Í dag er mikilvægt að grípa til aðgerða til þess ná þeim markmiðum sem Ísland hefur sett fram í Matvælastefnu Íslands til ársins 2030 en verkefnið kemur beint inná 4 atriði stefnunnar; efla sérstöðu íslensks grænmetis, efla íslenska matarmenningu, draga úr matarsóun með nýtingu hliðarafurða og minnka losun gróðurhúsalofttegunda með því að styðja við nærumhverfisneyslu. Verkefnið getur einnig haft áhrif á önnur atriði Matvælastefnu sem tengjast lýðheilsu.

Markmið verkefnisins er tvíþætt:

  1. Sýna fram á sérstöðu íslensks grænmetis með tilliti til varnarefnaleifa samanborið við innflutt grænmeti.
  2. Auka neyslu á vannýttum hliðarafurðum – hýði og berki. Ytra byrði grænmætis og ávaxta er gjarnan trefjaríkt og hollt og því getur aukin neysla ekki eingöngu haft jákvæð umhverfisáhrif með nýtingu vannýttra hliðarafurða heldur einnig haft jákvæð áhrif á lýðheilsu Íslendinga.

Bæklingur: Trefjaríkt og hollt hýði?

Hér að neðan má finna frétt um viðtal sem Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir fór í hjá Bændablaðinu:

Viðtalið í heild sinni er hægt að finna í 19. Tölublaði bændablaðsins, á síðu 22, með því að smella hér