SAF21: Félagslegar hliðar sjávarútvegs á 21. öldinni

Heiti verkefnis: SAF21

Samstarfsaðilar: Uit (NO), Matís (IS), Háskóli Íslands (IS), Sjávarklasinn (IS), Landssamband Smábátaeigenda (IS), TrackWell (IS), Syntesa (DK), Univeristy Utrecht (NL), The Manchester Metropolitan University (UK), CETMAR (ES), South African Association for Marine Biological Research (SA), Mundo Aquaticos – Parques Oceanograficos De Entertenimento Educativo As (PT), Itim International Oy (FI)

Rannsóknasjóður: Horizon 2020

Upphafsár: 2015

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Markmið verkefnisins var að rannsaka félagslegar hliðar sjávarútvegs og að mennta tíu doktorsnema á því sviði.

Fiskveiðistjórnun, fiskveiðar, nýsköpun og byggðaþróun voru meðal þeirra atriða sem augum var sérstaklega beint að, enda spila félagsleg og efnahagsleg áhrif stóran part í ákvarðanatöku innan þeirra geira.

Mikilvægasti afrakstur verkefnisins var útskrift á 10 doktorum, sem meðal annars dvöldu langtímum á Íslandi og kynntu sér íslenskan sjávarútveg. Tveir þessara doktora voru útskrifaðir frá HI og doktorsverkefni annarra tveggja fjölluðu um íslenskan sjávarútveg.

Sjá nánar https://www.saf21.eu/.