Þróun á erfðamörkum til greiningar á erfðablöndun í laxi

Heiti verkefnis: Þróun á erfðamörkum til greiningar á erfðablöndun í laxi

Samstarfsaðilar: Hafrannsóknarstofnun Íslands, NINA (Norwegian Institute for Nature Research)

Upphafsár: 2018

Þjónustuflokkur:

Fiskeldi

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Nákvæm og örugg greining á erfðablöndum milli eldis- og villtra laxa er grundvallaratriði í vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á náttúrulega laxastofna. Verkefnið stefnir að þróun aðferðafræði sem nýta má til greiningar á erfðablöndun með nákvæmum, öruggum og ódýrum hætti.