Þróun á vistkerfisnálgun og fjölstofnalíkanagerð fyrir stjórn fiskveiða

Heiti verkefnis: MareFrame

Samstarfsaðilar: Matís (IS), Háskóli Íslands (IS), Hafrannsóknarstofnun (IS), North Sea Regional Advisory Council (UK), North Western Waters Regional Advisory Council (IR), The Pelagic Regional Advisory council (NL), International Council for the exploration of the sea – ICES (DK), CSIRO (AU), University of Aalborg (DK), Syntesa (DK/FO), TOKNI (FO), CSIC (ES), IEO (ES), CETMAR (ES), University of Helsinki (FI), CNR (IT), NIWA (NZ), RMRI (RO) , University of Tromso – UiT (NO), Nofima (NO), MIR (PL), University of Cape Town (SA), SLU (SE), University of Stockholm (SE), University of Aberdeen (UK), MAPIX (UK), Shuttle tread (UK), NRC (UK).

Rannsóknasjóður: FP7

Upphafsár: 2014

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

MareFrame var alþjóðlegt rannsóknar- og nýsköpunarverkefni sem stóð yfir á árunum 2014 – 2017. Verkefnið var stutt af sjöundu-rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun (FP7) og var markmið þess að þróa áfram vistkerfisnálgun fyrir stjórn fiskveiða í Evrópu, þar sem vistkerfið í heild er tekið í auknum mæli inn í ákvarðanatöku við stjórn fiskveiða. Í verkefninu voru því þróuð áfram fjölstofnalíkön og leitast við að nýta upplýsingar um efnahagslega- og félagslega hvata inn í módelin.

Íslenskir þátttakendur gegndu lykilhlutverki í MareFrame þar sem Matís stýrði verkefninu, Háskóli Íslands fór með vísindalega stjórn og Hafrannsóknarstofnun leiddi einn af verkpökkunum.

Einnig skipaði íslenskur sjávarútvegur stóran sess í verkefninu, þar sem Ísland var ein af tilvikagreiningunum (case studies) í verkefninu. Sem hluti af því átti sér stað mikilvæg þróun á þrem fjölstofnalíkönum (GADGET, EwE og Atlantis) fyrir íslenskt hafssvæði, en að þeirri vinnu mun Íslenskt samfélag búa til framtíðar.

Yfirgripsmikið samráð fór fram við íslenska hagaðila í verkefninu, sem hjálpaði til við að þróa aðferðafræðina.

Sjá nánar http://mareframe.eu og https://cordis.europa.eu/project/id/613571