Fréttir

Matvælið - hlaðvarp Matís

Skítamix! Sjálfbær áburðarframleiðsla

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Jónas Baldursson verkefnastjóri hjá Matís og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur hjá Matís ræða hér verkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla, heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfið.

Rætt er um næringarefni áburðar, frumniðurstöður tilrauna og hvort að verkefnið hefði í raun átt að heita Skítamix.  Farið er yfir sjálfbærni ferla með því að nýta aukaafurði úr ýmsum iðnaði, meðal annars moltu, kjötmjöl, kúamykju, fiskeldiseyru, kjúklingaskít og mannaseyru.

Við fáum að heyra hvað kom á óvart og mikilvægi þess að gera áburðarframleiðslu sjálfbæra.

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan og Landsvirkjun.

Verkefnið er styrkt af: Markáætlun Rannís

IS