Skýrslur

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Jón Kjartan Jónsson, Turid Synnøve Aas and Trine Ytrestøyl, Manfred Phiscker

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Tilraun var framkvæmd  með það að markmiði að meta virkni lífræns litarefnis, Ecotone™, og ólífræns litarefnis, Lucantin® Pink, á litun bleikjuholds. Einnig voru áhrif 25% og 30% fitu í fóðri á virkni litarefnanna rannsökuð. Allir  tilraunaliðir voru prófaðir í þrítekningu. Meðal þungi  tilraunafiska var 564 g við upphaf tilraunar og 1381 g við lok tilraunar eftir 131 dag. Hitastig á tilraunatímanum var að meðaltali 8 C̊ og selta eldisvökva 20 ‰ .Meltanleiki astaxanthins í Lucantin® Pink reyndist mun hærri en í Ecotone™. Munur á holdlit sem mældur var með mismunandi aðferðum reyndist mun minni og bendir það til betri nýtingar á litnum í Lucantin® Pink. Lítil áhrif á holdlitun fundust af mismikilli fitu í fóðri og gilti það um bæði litarefnin. Lífræna litarefnið er dýrara í innkaupi en það ólífræna og af því leiðir að u.þ.b. 5,5 % dýrara er að lita bleikju með Ecotone™ samanborið við Lucantin® Pink. Fram kom við greiningu á litarefni í fóðri í upphafi og við lok tilraunar 16 vikum seinna að verulegt tap var á litarefni úr fóðrinu og virtist það tap vera óháð tegund litarefnis.

A feeding trial was conducted to compare the pigmenting efficiency of the biological colorant Ecotone™ containg astaxanthin and prepared from the red yeast Phaffia rhodozyma, and the synthetic colorant Lucantin® Pink in Arctic charr. Both colorants were incorporated into diets containing either 25 or 30% lipid. All treatments were run in triplicate. The initial average weight of the fish was 564 g and the final weight 1381 g after a trial period of 131 days at 8 C̊ and 20 ‰ salinity. The digestibility of astaxanthin seems to be very much dependent upon the astaxanthin source. Differences in flesh colour indicate a better utilization of astaxanthin from the synthetic source (Lucantin® Pink) as compared to the biological source (Ecotone™). There was only a minor effect of lipid content on utilisation of the astaxanthin. The biological astaxanthin source is more expensive than the synthetic source, resulting in about 5,5% higher production cost of fish produced with the “organic” colorant Ecotone™ as compared to fish produced with the synthetic source of astaxanthin (Lucantin® Pink). The astaxanthin content in all diets proved to be very unstable when the feed was stored under conditions that are common in production of Arctic charr (10 – 20  ̊C indoors). The loss of astaxanthin ranged from 21‐40% and tended to be higher in diets containing Ecotone™. Thus, it is very important to avoid high temperatures, light and oxygen during storage of the feed.

Skoða skýrslu