Skýrslur

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Jón Árnason, Jón Örn Pálsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Arnþór Gústafsson

Styrkt af:

AVS sjóðurinn tilvísunarnr. R 089‐12

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Tilraun var gerð með mismunandi magn repjuolíu (0, 50 og 80%) í vetrarfóður fyrir 570 gramma lax sem alinn var í sjó með 28,2‰    seltu (26  ‐  34‰) við meðalhita 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). Fiskurinn tvöfaldaði þunga sinn á 152. daga tilraunatíma. TGC3 var að meðaltali 2,9. Fitugerð fóðursins hafði mjög lítil áhrif á vöxt, fóðurtöku, fóðurnýtingu og magnefna innihald í fiskflökum. Samsetnig fóðurfitunnar hafði ekki mikil áhrif á lit í flökum þó svo að fiskur sem fékk fóður með eingöngu lýsi gæfi marktækt (p= 0,017) ljósari flök en fiskur sem fékk fóður með repjuolíu. Fitugerðin í fóðrinu hafði hins vegar veruleg áhrif á fitusýrusamsetningu fitu í bæði fóðri og fitu í flökum einkum á það við um innihald EPA, DHA og hlutfall n‐6 og n‐3 fitusýra. Niðurstöðurnar sýna þó að áhrifin í flaka fitunni eru mun minni en í fóður fitunni, einkum á þetta við fitusýruna DHA. Svo virðist sem stýri DHA    úr fóðurfitunni í flakafitu fremur en að nota hana sem orkugjafa.

An experiment with different inclusion of Canola oil (0, 50 and 80%) in diets for 570 grams Atlantic salmon that was reared in sea water with average salinity of 28,2‰  (26 ‐ 34‰) at average temperature of 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). The fish doubled its weight during the 152 days trial period. TGC3 was on average 2,9. The fat type had had only minor effects on growth, feed intake, feed conversion and nutrient content in filet. The fat type in the diet did not have much effect on the filet colour even though the fish that got feed with fish oil was significantly (p= 0,017) lighter in filet colour than fish that got diets with Canola oil. Composition of the diets had market effect on the fatty acid composition of both dietary fat and filet fat in particular the content of EPA and DHA and the n‐6 to n‐3 ratio. However the results show lower effect in the filet fat than in the dietary fat, particularly regarding the content of DHA indicating that the fish is directing that fatty acid towards the storage lipid in the filet rather than using it as energy source.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Jón Kjartan Jónsson, Turid Synnøve Aas and Trine Ytrestøyl, Manfred Phiscker

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Tilraun var framkvæmd  með það að markmiði að meta virkni lífræns litarefnis, Ecotone™, og ólífræns litarefnis, Lucantin® Pink, á litun bleikjuholds. Einnig voru áhrif 25% og 30% fitu í fóðri á virkni litarefnanna rannsökuð. Allir  tilraunaliðir voru prófaðir í þrítekningu. Meðal þungi  tilraunafiska var 564 g við upphaf tilraunar og 1381 g við lok tilraunar eftir 131 dag. Hitastig á tilraunatímanum var að meðaltali 8 C̊ og selta eldisvökva 20 ‰ .Meltanleiki astaxanthins í Lucantin® Pink reyndist mun hærri en í Ecotone™. Munur á holdlit sem mældur var með mismunandi aðferðum reyndist mun minni og bendir það til betri nýtingar á litnum í Lucantin® Pink. Lítil áhrif á holdlitun fundust af mismikilli fitu í fóðri og gilti það um bæði litarefnin. Lífræna litarefnið er dýrara í innkaupi en það ólífræna og af því leiðir að u.þ.b. 5,5 % dýrara er að lita bleikju með Ecotone™ samanborið við Lucantin® Pink. Fram kom við greiningu á litarefni í fóðri í upphafi og við lok tilraunar 16 vikum seinna að verulegt tap var á litarefni úr fóðrinu og virtist það tap vera óháð tegund litarefnis.

A feeding trial was conducted to compare the pigmenting efficiency of the biological colorant Ecotone™ containg astaxanthin and prepared from the red yeast Phaffia rhodozyma, and the synthetic colorant Lucantin® Pink in Arctic charr. Both colorants were incorporated into diets containing either 25 or 30% lipid. All treatments were run in triplicate. The initial average weight of the fish was 564 g and the final weight 1381 g after a trial period of 131 days at 8 C̊ and 20 ‰ salinity. The digestibility of astaxanthin seems to be very much dependent upon the astaxanthin source. Differences in flesh colour indicate a better utilization of astaxanthin from the synthetic source (Lucantin® Pink) as compared to the biological source (Ecotone™). There was only a minor effect of lipid content on utilisation of the astaxanthin. The biological astaxanthin source is more expensive than the synthetic source, resulting in about 5,5% higher production cost of fish produced with the “organic” colorant Ecotone™ as compared to fish produced with the synthetic source of astaxanthin (Lucantin® Pink). The astaxanthin content in all diets proved to be very unstable when the feed was stored under conditions that are common in production of Arctic charr (10 – 20  ̊C indoors). The loss of astaxanthin ranged from 21‐40% and tended to be higher in diets containing Ecotone™. Thus, it is very important to avoid high temperatures, light and oxygen during storage of the feed.

Skoða skýrslu
IS