Skýrslur

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, John Holmyard, Gunnar Þórðarson, Friðrik Sigurðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Nora and T.Þ.S.

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Í þessari skýrslu er lagt mat á tæknilegar kröfur og markaðsmöguleika á legufærum sem gætu hentað við þróun á kræklingarækt í úthafi, við erfiðar aðstæður. Skoðuð var sú tækni sem notuð er við kræklingaræktun á heimsvísu, þar með talin ræktun innfjarða, úthafsræktun og að hluta til í óvörðu umhverfi. Mest af kræklingarækt heimsins fer fram í vörðu umhverfi, þar sem skjól er fyrir úthafsöldu og eru byggðar upp með yfirborðs flotholtum eða línu sem ekki stenst álag úthafsöldu. Þrátt fyrir það, þarf innfjarðarræktun á öflugum akkerum að halda sem gætu jafnframt dugað við úthafsræktun. Úthafsræktun á krækling er yfirleitt byggð á djúpsjávar eða hálf‐marandi línum sem lagðar eru neðan við yfirborð sjávar, sem eru minna háðar úthafsöldu og þeim kröftum sem þeim fylgja, en hægt er að þjónusta frá yfirborði. Meirihluti úthafs ræktunar eru annaðhvort þegar stórræktun eða mun verða stórræktun með þúsundir akkera. Þjónusta og viðhald akkera við slíkar aðstæður kalla á vandamál og gera miklar kröfur um styrkleika og áreiðanleika. Slíkur búnaður kallar á hagkvæman og áreiðanlegan búnað, sem hægt er að staðsetja með mikilli nákvæmni og miklum fjölda og stærð sem hentar tiltölulega smáum þjónustubátum. Sá búnaður sem best stendur undir slíkum kröfum er skrúfakkeri sem hægt er að staðsetja með búnaði frá yfirborði án þess að nota kafara. Úthafsræktun á krækling hefur verið rekin í stórum stíl með góðum árangri í Kína, Frakklandi og Ítalíu, áratugum saman. Þessi ræktunaraðferð hefur einnig öðlast útbreiðslu, í smærra mæli þó, í Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, BNA, Búlgaríu og Nýja Sjálandi.  Stórtækari ræktun er í undirbúningi í Nýja Sjálandi og Bretlandi, og reyndar í mörgum öðrum löndum, og verið að þróa hagkvæmni slíkrar ræktunar. Markaður í nánustu framtíð fyrir akkeri hönnuð fyrir úrhafsræktun á kræklingi mun að mestu verða drifin af markaðsþörf fyrir kræklinginn sjálfan, sem aftur ræðst af almennri efnahagsþróun í markaðsríkjum. Stefna Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess í eldi sjávarafurða liggur í að kynna stórræktun á sameiginlegri ræktun kræklings og þangi, sem gæti leitt til mikilla markaðs möguleika fyrir búnað til slíkra ræktunar. Mikil áhersla er á endurnýjanlega nýtingu auðlinda sem gæti aukið úthafsræktun á krækling. Framtíðar eftirspurn fyrir búnað eins og skrúfakkeri gætu líka komið frá innfjarðarræktun, þar sem slíkur búnaður er ódýr og öruggur og einfaldur í notkun, og stenst vel samkeppni við eldri gerðir að búnaði sem hingað til hafa verið í notkun.

This report consists of an appraisal of the technical requirements and market potential for a mooring system that will prove suitable for use by offshore mussel farming developments in high energy exposed locations. A review is carried out of the technology that is currently in use in mussel farming industries around the world, including those in inshore environments, offshore environments and partially exposed environments. Most mussel farms around the world are located in sheltered inshore waters and consist of surface rafts or long lines that are deemed unsuitable for high energy exposed locations. Despite this, inshore mussel farms often require high holding power mooring systems that will also be suitable for use at offshore locations. Offshore mussel farms generally consist of submerged or semi‐submerged long lines of a variety of designs that are suitable for withstanding high energy conditions while still enabling access to the crop supported by the lines. The majority of offshore farms are either currently, or will soon become, large scale operations with numbers of moorings in the thousands. Inspection and maintenance of moorings in these circumstances is often problematic and absolute reliability is a high priority. This brings with it the requirement for a cost effective, reliable mooring that can be placed accurately and rapidly in large numbers by relatively small, standard mussel farm service vessels. The mooring system that best meets these requirements is the helical or screw‐in anchor that can be placed remotely without the use of a dive team. Offshore mussel farming has been successfully carried out on a large scale in China, France and Italy for several decades. This form of aquaculture has also been adopted in smaller scale commercial and trial projects in the UK, Germany, Ireland, USA, Bulgaria and New Zealand. Large scale developments are scheduled for the near future in New Zealand and the UK and many other mussel producing countries are known to be considering trials pending the success of current projects and the development of suitable economic conditions. The near future market for offshore mussel farm mooring systems will largely be driven by the market for the mussels themselves which is dependent on the general economic climate. Aquaculture strategies at EU and individual state level which promote large scale integration of mussel and seaweed farming with offshore renewables could lead to a very large long term market potential for offshore mussel farm mooring systems, if these strategies are implemented. Further markets for these mooring systems could arise from their use by existing inshore finfish and shellfish aquaculture providing that they were cost effective in comparison to the systems currently in use.

Skoða skýrslu