Skýrslur

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi. Talsverð áhersla hefur verið lögð á á að finna leiðir til að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri selja. Hefur þessi vinna einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum. Í þessu sambandi má nefna áætlanir um meltuvinnslu úr slógi til fóðurgerðar, en þær tilraunir voru komnar vel á veg um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Segja má að vandamálið við vinnslu slógs sé tvíþætt. Slógið skemmist mjög hratt, sem veldur því að erfitt er að nýta það í vissar afurðir. Í öðru lagi er flutningskostnaður hár miðað við verðmæti þeirrar vöru sem unnin er úr slógi. Mjög misjafnt er eftir aðstæðum á hverjum stað hvernig losun slógs er háttað, en vaxandi áhersla á umhverfismál á undanförnum árum hefur kynt undir gamlar hugmyndir um nýtingu slógs.

In recent years, a considerable effort has been made to ensure a proper disposal of viscera from fish processing. The emphasis has been on processes that could return a marketable product. In the late 20th Century a lot of this work was focused on silage production. There are mainly two major problems with regard to the processing of viscera: Firstly, viscera spoils very rapidly, which makes it difficult to use in many products. Secondly, the cost of transportation is very high compared to the value of the products processed from viscera. Handling of viscera is very diverse in different places but increased emphasis on environmental issues has raised the issue of utilization again.

Skoða skýrslu