Skýrslur

Mælingar og nýting á slógi

Útgefið:

27/09/2017

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Muhammad Rizal Fahlivi

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Mælingar og nýting á slógi

Í verkefninu var þorskur sem veiddur var við suðurströnd Íslands slægður í landi. Fiskurinn var mældur og vigtaður fyrir og eftir slægingu til að hægt væri að reikna út slóghlutfall hans yfir árið. Einnig var hvert líffæri vigtað til að sjá magn og hlutfall hvers líffæris í slógi þorsks. Eftir þessar mælingar eru til gögn frá óháðum aðila sem sýna slóghlutfall þorsks yfir tvær vertíðar. Með það að markmiði að auka verðmæti landaðs afla var horft til nýtingar á slógi og gerðar voru tilraunir þar sem áburður var búinn til úr slóginu á þrennskonar hátt og þær tegundir áburðar prófaðar og bornar saman. Auk þess var slík meðhöndlun borin saman við plöntur sem einungis voru vökvaðar með vatni og plöntur sem vökvaðar voru með tilbúnum plöntuáburði sem er á markaði í dag.

In this project cod was caught at south coast of Iceland and gutted at shore. The fish was measured and weighed before and after gutting to calculate it‘s rate of guts for the whole year. Also every organ was weighed to see the guts combination. With the aim to increase the value of landed material experiments were made where fertilizer was created in three ways, it was tested and compared with each other and plants that were only irrigated with water and plants irrigated with plant fertilizer that are on market today.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting á slógi – Staðan í dag

Útgefið:

12/04/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Ráðgjafaskýrsla fyrir HB Granda.

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Nýting á slógi – Staðan í dag

Í ljósi kostnaðar við urðun á fiskislógi og breyttra reglugerðar varðandi losun lífræns úrgangs, hafa fyritæki einblínt á notkunarmöguleika slógs í verðmætar afurðir. Vinnslu á slógi má skipta í tvo flokka eftir verðmæti afurða. Annarsvegar er talað um lágtækniiðnað og hins vegar um hátækniiðnað. Dæmi um lágtækniiðnað er framleiðsla á meltuþykkni sem nýtist beint til áburðarnotkunar á tún og gróðursnauð svæði, ásamt áburði til notkunar í ylrækt. Annað dæmi er meltugerð til notkunar í votfóðri loðdýra. Vinnsla á ensímum úr maga og skúflöngum þorsks eru dæmi um hátækniiðnað, þar sem krafist er flókins vinnsluferils og afurðir þ.a.l dýrari. Sem dæmi má nefna Pensím sem reynst hefur vel gegn ýmsum húðsjúkdómum eins og exemi og psoriasis, ásamt próteinum og peptíðum sem hafa verið notuð í matvælaiðnaði og í lyfjaiðnaði.

Þessi skýrsla var unnin fyrir HB Granda og er trúnaðarmál og eign verkkaupa.

Regarding the costs of disposal of fish viscera and a new regulation concerning the emission of organic waste, the fishindustry have focused on the possible use of viscera into valuable products. Processing of viscera can be divided into two categories based on the value the products. First there is low tech industry and on the other hand high tech industry. Example of low tech industry is the production of silage to be used as a fertilizer to the soil and vegetation compositions area or to horticultural plants. Another example is silage for feed in fur breeding. Processing of enzymes from the intestine of cod are example of high tech industry, which require complex processing procedure of raw materials to high value products. For example, Pensím which has effective against various skin diseases such as eczema and psoriasis, together with proteins and peptides that have been used in the food industry and the pharmaceutical industry.

This report was prepared for HB Grandi and is confidential and the property of the company.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Fiskislóg er ríkt af mörgum mismunandi efnum s.s. próteini, lýsi og steinefnum,sem að geta verið góð í alls kyns verðmætar afurðir. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Tilraunir voru gerðar með að safna fitufasa úr slóginu. Fitufasinn var fitusýrugreindur og mælt var peroxíðgildi til að meta stig þránunar. Þá var próteinhlutinn úðaþurrkaður og eftirfarandi mælingar framkvæmdar: próteininnihald, amínósýrugreining, snefilefnamæling, andoxunarvirkni (málmklóbindihæfni, DPPH, ORAC, afoxunarhæfni og andoxunarvirkni í frumukerfi) og blóðþrýstinglækkandi virkni. Helstu niðurstöður eru þær að ensímunnið slóg hefur framúrskarandi hæfni til málmklóbindingar og getur þannig viðhaldið málmum (steinefnum) í því formi sem að bæði plöntur og dýr geta nýtt sér. Einnig var amínósýrusamsetningin afar heppileg sem næring fyrir hunda og ketti.

Fish viscera is rich in many different materials, such as protein, oil and minerals that can be good in all kinds of valuable products. The purpose of this project was to investigate the possibility of utilizing materials of viscera in pet food and/or fertilizer for plants. Viscera from cod processing with and without liver was processed with the following enzymes: Alcalase and a mixture of Alcalase and cod enzymes. Attempts were made to collect the lipid phase of the viscera. Fatty acids were analyzed in the lipid phase and measured peroxide values to assess the degree of rancidity. The remaining protein solution was spray dried and the following measurements performed: protein content, amino acid analysis, measurement of trace elements, antioxidant (metal chelating, DPPH, ORAC, reducing ability and antioxidant activity in cell systems) and blood pressure lowering activity. The main conclusion is that hydrolysed viscera protein has excellent ability to metal chelation and can thereby maintain metals (minerals) in the form that both plants and animals can utilize. Amino acid composition was also very suitable as nutrition for dogs and cats.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Markmið verkefnisins var að kanna hvort lífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip henda í hafið þegar fiskur er slægður um borð, einnig að kanna hvort nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæðari áhrif fyrir náttúruna. Niðurstöðurnar eru þær að það magn slógs sem sett var út í tilrauninni hvar á tilraunatíma og því uppfyllti verkefnið markmið sín. Hins vegar er þörf á meiri rannsóknum á þessu sviði til að hægt sé að áætla hversu mikið magn hafið getur tekið við án þess að af hljótist vandamál vegna lífrænnar ofauðgunar.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Jón Örn Pálsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Forverkefni (S 034‐05)

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Gellyfeed er samnefni fyrir tveggja þrepa framleiðsluferli á votfóðri fyrir eldisfisk. Aðferðin var þróuð með það markmið að lækka geymslu‐ kostnað og framleiða sterkar fóðurpillur.  Rannsóknir staðfesta að lútun hráefnis og geymsla í lengri tíma skaðar gæði próteina og gerir hráefnið óhæft til votfóðurgerðar. Hámarks geymslutími    fiskhráefnis í sterkt basísku ástandi er 14 dagar.  Aðferðin getur  verið gagnleg við eyðingu baktería, vírusa og sníkjudýra.    Valkostir til geymslu á hráefnum til votfóðurgerðar eru frysting og meltavinnsla. Framleiðsla votfóðurs úr aukaafurðum sem falla til á norðanverðum Vestfjörðum getur verið vænlegur kostur. Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins bannar ekki not á aukaafurðum frá villtum þorski í fóður fyrir eldisþorsk.

Gellyfeed is a name of a two-step production process of moist diet for farmed fish. The process is developed to reduce cost of preserving by‐ products and to make a physical strong pellet. Research confirm that alkaline preserved raw material and longtime storing damage the protein quality and make the raw material not suitable to use in moist diet. Maximum storing time of alkaline preserved by‐products is 14 days. The process can be practical for eliminating harm from bacteria, viruses or parasites.   The alternative methods for storing by‐products are freezing or silage production. Moist diet produced from by‐products from the northern region of the Westfjords in Iceland seems to be economically promising option. The legislation from the European Union does not forbid using by‐ products from wild cod as a raw material in production of moist diet.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi. Talsverð áhersla hefur verið lögð á á að finna leiðir til að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri selja. Hefur þessi vinna einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum. Í þessu sambandi má nefna áætlanir um meltuvinnslu úr slógi til fóðurgerðar, en þær tilraunir voru komnar vel á veg um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Segja má að vandamálið við vinnslu slógs sé tvíþætt. Slógið skemmist mjög hratt, sem veldur því að erfitt er að nýta það í vissar afurðir. Í öðru lagi er flutningskostnaður hár miðað við verðmæti þeirrar vöru sem unnin er úr slógi. Mjög misjafnt er eftir aðstæðum á hverjum stað hvernig losun slógs er háttað, en vaxandi áhersla á umhverfismál á undanförnum árum hefur kynt undir gamlar hugmyndir um nýtingu slógs.

In recent years, a considerable effort has been made to ensure a proper disposal of viscera from fish processing. The emphasis has been on processes that could return a marketable product. In the late 20th Century a lot of this work was focused on silage production. There are mainly two major problems with regard to the processing of viscera: Firstly, viscera spoils very rapidly, which makes it difficult to use in many products. Secondly, the cost of transportation is very high compared to the value of the products processed from viscera. Handling of viscera is very diverse in different places but increased emphasis on environmental issues has raised the issue of utilization again.

Skoða skýrslu
IS