Skýrslur

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Fiskislóg er ríkt af mörgum mismunandi efnum s.s. próteini, lýsi og steinefnum,sem að geta verið góð í alls kyns verðmætar afurðir. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Tilraunir voru gerðar með að safna fitufasa úr slóginu. Fitufasinn var fitusýrugreindur og mælt var peroxíðgildi til að meta stig þránunar. Þá var próteinhlutinn úðaþurrkaður og eftirfarandi mælingar framkvæmdar: próteininnihald, amínósýrugreining, snefilefnamæling, andoxunarvirkni (málmklóbindihæfni, DPPH, ORAC, afoxunarhæfni og andoxunarvirkni í frumukerfi) og blóðþrýstinglækkandi virkni. Helstu niðurstöður eru þær að ensímunnið slóg hefur framúrskarandi hæfni til málmklóbindingar og getur þannig viðhaldið málmum (steinefnum) í því formi sem að bæði plöntur og dýr geta nýtt sér. Einnig var amínósýrusamsetningin afar heppileg sem næring fyrir hunda og ketti.

Fish viscera is rich in many different materials, such as protein, oil and minerals that can be good in all kinds of valuable products. The purpose of this project was to investigate the possibility of utilizing materials of viscera in pet food and/or fertilizer for plants. Viscera from cod processing with and without liver was processed with the following enzymes: Alcalase and a mixture of Alcalase and cod enzymes. Attempts were made to collect the lipid phase of the viscera. Fatty acids were analyzed in the lipid phase and measured peroxide values to assess the degree of rancidity. The remaining protein solution was spray dried and the following measurements performed: protein content, amino acid analysis, measurement of trace elements, antioxidant (metal chelating, DPPH, ORAC, reducing ability and antioxidant activity in cell systems) and blood pressure lowering activity. The main conclusion is that hydrolysed viscera protein has excellent ability to metal chelation and can thereby maintain metals (minerals) in the form that both plants and animals can utilize. Amino acid composition was also very suitable as nutrition for dogs and cats.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum / Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Ólafur Friðjónsson, Varsha Kale, Jón Óskar Jónsson, Sesselja Ómarsdóttir, Hörður Kristinsson, Margrét Geirsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Guðlaugur Sighvatsson, Sigfús Snorrason, Kári P. Ólafsson, Guðmundur Ó. Hreggviðsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum / Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers

Undanfarin ár hefur Matís í samvinnu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, IceProtein ehf og Reykofninn ehf stundað rannsóknir á brjósksykrum (chondroitin sulfati) úr brjóski hákarla og sæbjúgna af Íslandssmiðum (Cucumaria frondosa). Rannsóknir víða um lönd hafa sýnt fram í margs konar lífvirkni brjósksykra, in vitro og in vivo, og eru slíkar sykrur notaðar sem fæðubótarefni, oftast með glukósamíni til að meðhöndla slitgigt. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að með því að klippa brjósksykrur niður í smærri einingar (fásykrur) má mögulega auka lífvirkni þeirra in vitro.   Rannsóknir Matís og samstarfsaðila, sem studdar voru af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði, sýndu fram á að unnt er að framleiða brjósksykrur úr hákarlabrjóski og grófhreinsaðar brjósksykrur úr sæbjúgum með einföldum vinnsluferlum. Einnig er unnt að framleiða fásykrur úr hákarlabrjóski með sérvirkum lífhvötum, sem útbúnir voru í rannsóknarverkefninu. Brjósksykrurnar sýna töluverða lífvirkni in vitro og eru brjósksykrur úr íslenskum sæbjúgum sérstaklega áhugaverðar þar sem þær sýna andoxunarvirkni, ónæmisstýrandi virkni og blóðsykurslækkandi virkni. Sameindabygging brjósksykra úr sæbjúgum er flókin samanborið við hákarlabrjósksykrur þar sem þær innihalda hliðarkeðjur samsettar úr mismunandi gerðum sykra. Framleiðsla á fínhreinsuðum brjósksykrum úr sæbjúgum er því flókið ferli og fyrirséð að slíkar sykrur verða dýrar á markaði. Matís og IceProtein í samvinnu við Reykofninn undirbúa nú frekari framleiðslu á grófhreinsuðum brjósksykrum úr sæbjúgum í sölu‐ og kynningarstarfsemi.

In recent years, Matís ohf, The Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, IceProtein and Reykofninn ehf have collaborated in a research project on cartilage saccharides (chondroitin sulfate) isolated from shark and sea cucumbers from waters around Iceland (Cucumaria frondosa). The project results indicate that processing of the chondroitin sulfate from shark cartilage is a simple procedure and production of disaccharides with recombinant biocatalyst, evolved in the project, may be profitable. The chondroitin sulfate shows considerable bioactivity. Fractions of chondroitin sulfate purified from sea cucumbers, are especially interesting as they display immunomodulating activity and anti‐diabetic properties. However, the structure of the sea cucumber chondroitin sulfate is complex as they contain side chains composed of fucoside residues. Hence, the production and purification of chondroitin sulfate from Icelandic sea cucumbers will be a complicated procedure. Nevertheless, the results indicate that production of crude chondroitin sulfate from sea cucumber can be viable procedure.

Skýrsla lokuð til 01.07.2015

Skoða skýrslu
IS