Skýrslur

Mælingar og nýting á slógi

Útgefið:

27/09/2017

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Muhammad Rizal Fahlivi

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Mælingar og nýting á slógi

Í verkefninu var þorskur sem veiddur var við suðurströnd Íslands slægður í landi. Fiskurinn var mældur og vigtaður fyrir og eftir slægingu til að hægt væri að reikna út slóghlutfall hans yfir árið. Einnig var hvert líffæri vigtað til að sjá magn og hlutfall hvers líffæris í slógi þorsks. Eftir þessar mælingar eru til gögn frá óháðum aðila sem sýna slóghlutfall þorsks yfir tvær vertíðar. Með það að markmiði að auka verðmæti landaðs afla var horft til nýtingar á slógi og gerðar voru tilraunir þar sem áburður var búinn til úr slóginu á þrennskonar hátt og þær tegundir áburðar prófaðar og bornar saman. Auk þess var slík meðhöndlun borin saman við plöntur sem einungis voru vökvaðar með vatni og plöntur sem vökvaðar voru með tilbúnum plöntuáburði sem er á markaði í dag.

In this project cod was caught at south coast of Iceland and gutted at shore. The fish was measured and weighed before and after gutting to calculate it‘s rate of guts for the whole year. Also every organ was weighed to see the guts combination. With the aim to increase the value of landed material experiments were made where fertilizer was created in three ways, it was tested and compared with each other and plants that were only irrigated with water and plants irrigated with plant fertilizer that are on market today.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Útgefið:

25/02/2014

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS‐rannsóknasjóður í sjávarútvegi – R 201‐10

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Meginmarkmið verkefnisins var að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó. Stefnt var að stofnun sprotafyrirtækis, sem leggur áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu, samfara atvinnusköpun og sparnaði á gjaldeyri.   Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að hægt er að nýta skyrmysu til sýringar á slóginu að hluta til ásamt maurasýru. Prófanir á notkun fiskislógs sem áburði á gróðursnauðu landi og ræktuðu túni sýndu að vöxtur grass og gróðurþekja jókst töluvert.

The aim of this project was to utilize fish viscera from Þorlákshöfn in a profitable way. The aim was the establishment of entrepreneurs, which emphasizes the use of fish viscera to produce fertilizer, along with job creation and saving of foreign exchange.   The results included the use of whey along with formic acid for acidification of the viscera. The results of using fish viscera on barren land and agricultural headlands showed that the growth of grass and vegetation cover increased considerably.

Skoða skýrslu
IS