Hvanneyri

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Á starfsstöð Matís á vesturlandi fæst starfsfólk við rannsóknir og ráðgjöf með áherslu á fjölbreyttan landbúnað.

Vesturlandsútibú Matís er á Hvanneyrargötu 3 í Borgarfirði og starfsmenn þar tveir talsins. Rannsóknir og ráðgjöf starfsfólks á Vesturlandi einskorðast ekki við svæðið heldur er mikið til unnið í teymi með fólki og fyrirtækjum víða um landið sem og erlendis. Helstu áherslur hafa verið búfjárafurðir og aðrar landbúnaðarafurðir, hliðarstraumar, vöruþróun, innra eftirlit, gæðamál og neytendur en þar að auki hefur starfsfólk á Vesturlandi sinnt stundakennslu bæði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Svæðið býr yfir miklum framtíðarmöguleikum í matvælaframleiðslu og vannýtt tækifæri drjúpa þar eins og smjör af hverju strái. Náttúruauðlindir, þekking, mannauður og landfræðileg lega eru veigamiklir þættir sem styðja við þá fullyrðingu.

Matís á Hvanneyri

Hvanneyrargata 3
311 Borgarnes
Sími: 422 5140

IS