Mannauðsstefna

Tengiliður

Marta Gall Jörgensen

Sviðsstjóri mannauðsmála

marta@matis.is

Mannauðsstefna

Stefna Matís er að hafa á að skipa hæfu starfsfólki hvað varðar menntun, starfsreynslu, frumkvæði og samstarfsvilja. Efla skal starfsánægju með markvissum hætti og sjá til þess að allir búi við viðunandi starfsumhverfi og að til staðar séu tæki og búnaður í samræmi við þarfir starfsfólks og verkefna.

Það er stefna Matís að greiða samkeppnishæf laun. Við ákvörðun launa skal horft til ábyrgðar og árangurs og ætíð gætt að jafnræðissjónarmiðum. Mikilvægt er að tryggja að jafnræðis sé gætt við allar launaákvarðanir og að greidd séu jöfn laun fyrir sambærileg störf innan fyrirtækisins.

Matís leggur áherslu á virk og jákvæð samskipti, með gagnkvæmu streymi upplýsinga milli stjórnenda og starfsfólks í þeim tilgangi að skapa traust jafnt milli starfsfólks sem milli stjórnenda og starfsfólks.

Mikilvægt er að starfsfólk sé trútt starfi sínu og sinni því af alúð, stuðli að góðum vinnuanda og að ímynd Matís sé jákvæð.

Starfsfólk er bundið þagnarskyldu og trúnaður ríkir um allt það sem starfsfólk sér og heyrir á vinnustaðnum og leynt skal fara samkvæmt eðli máls.