Skýrslur

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Markmið verkefnisins var að rannsaka virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu var sett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matis. Þar með er talin aðferð til að mæla ACE hindravirkni ásamt búnaði til einangrunar og hreinsunar á peptíðum. Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tof búnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinum virku þáttum. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskprótein gætu verið mikilvæg uppspretta peptíða með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkingu og aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu er hægt að þróa verðmætar fiskafurðir og heilsufæði.

The aim of this project was to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. During the project time methods and equipment to be able to do this were set up at Matis facilities. This includes method to measure ACE inhibition activity as well as filtration and fractionation units to isolate different fractions of peptides. Furthermore, peptides have been identified in the most active fraction by using HPLC and Maldi-ToF equipment in collaboration with the University of Iceland. With this extensive tool box of knowhow, equipment and facilities, development of valuable fish products and nutraceuticals from blood pressure-lowering peptides is possible. Thereby the value of the Icelandic natural resources in the sea can be increased.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Lárus Freyr Þórhallsson, Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Í rannsóknum á peptíðum unnum úr ýmsum matvælapróteinum hafa fundist peptíð með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Íslensk fiskprótein gætu hugsanlega orðið mikilvæg uppspretta slíkra peptíða sem nýta mætti til þróunar verðmætra fiskafurða og heilsufæðis. Markmið verkefnisins er að rannsaka þessa virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð með blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum á einangrun fiskpróteinpeptíða og mælinga á blóðþrýstingslækkandi áhrifum þeirra.

Various processed food proteins have been reported to include peptides with possible antihypertensive effect. Fish proteins are a potential source for such blood pressure-lowering peptides that might be used to develop valuable fish products and nutraceuticals. The aim of this project is to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. The report presents the first results regarding the isolation of fish protein peptides and their bioactive properties as ACE inhibitors.

Skoða skýrslu
IS