Skýrslur

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Markmið verkefnisins var að rannsaka virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu var sett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matis. Þar með er talin aðferð til að mæla ACE hindravirkni ásamt búnaði til einangrunar og hreinsunar á peptíðum. Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tof búnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinum virku þáttum. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskprótein gætu verið mikilvæg uppspretta peptíða með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkingu og aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu er hægt að þróa verðmætar fiskafurðir og heilsufæði.

The aim of this project was to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. During the project time methods and equipment to be able to do this were set up at Matis facilities. This includes method to measure ACE inhibition activity as well as filtration and fractionation units to isolate different fractions of peptides. Furthermore, peptides have been identified in the most active fraction by using HPLC and Maldi-ToF equipment in collaboration with the University of Iceland. With this extensive tool box of knowhow, equipment and facilities, development of valuable fish products and nutraceuticals from blood pressure-lowering peptides is possible. Thereby the value of the Icelandic natural resources in the sea can be increased.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Dalvík ehf, Matís ohf

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Markmið verkefnisins var að rannsaka einangrunargildi þriggja gerða fiskikera. Kerin voru ýmist einangruð með polyethylene eða polyurethane frauði og af tveimur stærðum, 400 og 460 L. Í tveimur tilraunum var fylgst með hitastigshækkun vatns í kerunum með tíma með upphafshita vatnsins u.þ.b. 4 °C og umhverfishitastig u.þ.b. 18 – 20 °C. Hitastigshækkunin var einnig metin með tölvuvæddum varmaflutningslíkönum (CFD líkönum). Áhrif þvingaðs loftstreymis kringum kerin (þvingaður varmaburður) voru metin með samanburði við varmaástand í frjálsum varmaburði (í logni). Rannsóknin sýndi að töluverður munur er á einangrun mismunandi kera og komu kerin misvel út eftir því hvort um frjálsan eða þvingaðan varmaburð var að ræða. Niðurstöðum mælinga og varmaflutningslíkana fyrir ker í logni bar vel saman en endurbæta þarf líkanið fyrir ker í vindi. Í frekari rannsóknum á einangrunargildi keranna ætti að nota ísaðan fisk í stað vatns til að líkja enn frekar eftir raunverulegum aðstæðum.

The aim of the project was to investigate the insulation capability of three types of fishing tubs. The tubs were either insulated with polyethylene or polyurethane foam and of two sizes; 400 and 460 L. In two experiments water temperature inside the tubs was monitored with initial water temperature ca. 4 °C and ambient temperature ca. 18 – 20 °C. The water temperature was also simulated in computational fluid dynamics models (CFD models). Influence of forcing air flow around the tubs (forced convection) was evaluated by comparison to free convection. Considerable difference was found between insulation capabilities of the different fishing tubs. Forced convection had different effects on different tub types. A good congruity was between experimental and CFD results for tubs in no wind, but some improvements should be done for the CFD model for tubs in wind (forced convection). In further research on insulation capability of the tubs iced fish should be used instead of water in order to resemble practical situations.

Skoða skýrslu
IS