Skýrslur

Kryddjurtir – Eiginleikar og áhrif á geymsluþol matvæla / Herbs – Properties and effects on shelf-life of foods

Útgefið:

09/12/2024

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Léhna Labat, Þóra Valsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Markmið verkefnisins um kryddjurtir var að rannsaka áhrif kryddjurta á geymsluþol matvæla en mikill áhugi er á hagnýtingu náttúrulegra hráefna í stað rotvarefna til að ná viðunandi geymsluþoli matvæla. Í verkefninu var athyglinni fyrst og fremst beint að einni kryddjurt, sítrónumelissu. Ljóst er að sítrónumelissan býr yfir andoxunarvirkni samkvæmt mælingum í verkefninu. Andoxunarefnin gegna mikilvægu hlutverki fyrir heilsu, þau sporna gegn myndun skaðlegra efna í líkamanum og draga úr óæskilegum breytingum.

Í verkefninu kom í ljós að þættir í sítrónumelissu geta hamlað fjölgun örvera og að sítrónumelissa er því meðal mögulegra hráefna sem geta lengt geymsluþol matvæla. Á þessu stigi er þó ekki tímabært að nota sítrónumelissu alfarið í stað rotvarefna sem fram til þessa hafa verið nauðsynleg fyrir matvælaöryggi. Þessa þróun ætti að taka í varfærnum skrefum og fylgjast með öryggi afurðanna. Hafa má í huga að notkun sítrónumelissu í matvæli treystir hollustuímynd varanna vegna andoxunarefna, vítamína og annarra næringarefna. Í tilraunum kom í ljós að sítrónumelissa hamlaði gegn vexti örvera við vissar aðstæður. Pressaður safi úr sítrónumelissu var til skoðunar og býður hann upp á hagnýtingu. Við geymslu á sítrónumelissu og fleiri kryddjurtum við 3-4 °C kom í ljós að skemmdarferlar gengu hægt fyrir sig.
_____
Lemon balm is a plant that belongs to the group of herbs. In this project the properties of lemon balm were studied to test if the plant could be used to prolong shelf life of processed foods and thus replace food additives.

Considerable antioxidant activity was measured in lemon balm. It was also found that lemon balm can act as an antimicrobial agent to delay the growth of bacteria in fish balls and meat balls. The antimicrobial activity was dependent on the form of lemon balm. Lemon balm juice can be used in product development.

Lemon balm added to processed foods will provide increased content of antioxidants and vitamins. The use of lemon balm to replace preservatives should only be used stepwise and safety of the food should be checked during changing of recipes.

Skoða skýrslu

Ritrýndar greinar

Added Value of Ascophyllum nodosum Side Stream Utilization during Seaweed Meal Processing

Ascophyllum nodosum contains many valuable compounds, including polyphenols, peptides, and carotenoids that have been shown to exhibit biological activities. These compounds are not a priority ingredient in seaweed meal products for the current users. Hence, the aim of the study was to investigate the chemical and bioactive characteristics of A. nodosum as affected by seasonal variation and evaluate the potential benefits of alternative processing and the utilization of side streams for product development. The analysis of raw materials, press liquid, and press cake from alternative processing and the commercial seaweed meal at different harvesting periods indicated that the chemical composition is linked to the reproductive state of the algae. Phenolic content and ORAC activity increased following the seaweed’s fertile period, making alternative processing more promising in July and October compared to June. Several valuable ingredients were obtained in the press liquid, including polyphenols, which can be used in the development of new high-value bioactive products. The suggested alternative processing does not have a negative effect on the composition and quality of the current seaweed meal products. Hence, the extraction of valuable ingredients from the fresh biomass during the processing of seaweed meal could be a feasible option to increase the value and sustainability of seaweed processing.

Skýrslur

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Jóna Freysdóttir, Patricia Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Annabelle Vrac, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Markmið rannsóknarinnar var að þróa vinnslu á fæðubótarefnum úr íslensku þangi með því að hámarka útdrátt og hreinsunarferil lífefna og mæla lífvirkni þeirra. Bóluþangi var safnað mánaðarlega í eitt ár og efnainnihald og lífvirkni mæld í tilraunaglösum og í frumukerfum. Vinnsla fjölfenóla var sköluð upp og geymsluþol rannsakað. Árstíðabundin sveifla í C‐vítamín innihaldi var mjög skýr og náði hámarki um sumarið. Einnig var mikill munur á magni joðs sem var mun hærra um veturinn samanborið við sýni tekin um sumarið. Andoxunarvirkni fjölfenóla var mjög há, bæði mæld sem ORAC og DPPH og í frumum. Niðurstöður rannsókna í angafrumlíkani benda eindregið til bólguhemjandi áhrifa fjölfenóla úr bóluþangi. Magn fucoxanthins mældist að meðaltali lægst um sumarið en hæst um veturinn þó munurinn væri ekki marktækur. Fucoxanthin úr þangi safnað í janúar og júlí mældist með 90% og 80% andoxunarvirkni í frumum.   Niðurstöður þessa verkefnis sýna eindregið að vel kemur til greina að vinna lífvirk efni úr bóluþangi í fæðubótarefni.

The aim of the project was to develop functional ingredients from brown seaweed (Fucus vesiculosus) for use in nutraceutical and functional foods by optimizing extraction of bioactive compounds and characterize their properties to demonstrate possible health benefits. Fucus vesiculosus was collected monthly for one year for chemical characterization and to study bioactivity using in‐vitro chemical and cellular tests. The polyphenol extraction process was scaled up and shelf life of the extract studied. The seasonal variation in vitamin‐C content was clear reaching maximum level during the summer. A large difference was seen in the iodine content which was much higher in the winter compared to the summer.   The antioxidant activity of the polyphenols was high, measured as ORAC and DPPH and in cell models. The dendritic cell (DC) model showed indications of anti‐inflammatory effect of polyphenols. The amount of fucoxanthin was on average lowest in the summer but highest in the winter. Cellular antioxidant activity of fucoxanthin samples from January and July was 90% and 80%, respectively.    The results of this project indicate that it is feasible to produce functional ingredients from Icelandic seaweed.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu
IS