Skýrslur

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Heiðdís Smáradóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS tilvísunarnr. R 09‐12

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að hægt er að ala bleikju á próteinminna fóðri en hefðbundið er notað og lækka þar með verulega framleiðslukostnað í bleikjueldi. Fyrri rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tilraunaaðstöðu og var markmið þessa verkefnis að endurtaka fóðurtilraunir við raunaðstæður við framleiðslu bleikju. Bleikja var alin á tveimur mismunandi samsettum fóðurgerðum sem innhéldu mis mikið prótein sem einnig var af ólíkum uppruna þar sem í viðmiðunarfóðrinu komu 50% af próteininu úr fiskimjöli en 45% í tilraunafóðrinu. Mat var lagt á áhrif fóðurgerðar á vöxt fiskanna, efnasamsetningu og gæðaþætti. Niðurstöður sýna að mismunandi fóður sem var prófað hafði ekki áhrif á vöxt eða gæði afurðanna og benda niðurstöður því til þess að hægt er að minnka hlutfall próteina í fóðri og skipta út fiskimjöli fyrir ódýrara próteinríkt plöntuhráefni. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að lækka innihald próteins miðað við það fóður sem nú er á markaði fyrir bleikju og lækka þannig framleiðslukostnað bleikju umtalsvert. 

Previous results have suggested that Arctic charr can be reared on feed with lower protein content than is commonly used, without compromising growth rate and quality, and thus lowering production cost. Previous experiments have only been carried out using experimental conditions and but this project aimed aims at confirming previous results in large scale experiments carried out using at actual production conditions. Arctic charr was fed for eleven months on two feed formulations containing different total protein content and proteins of different origin, The test feed contained  different proportions of fish meal with 45% of the protein originating from fish meal in the test diet as compared to 50% in the control feed. The effects of the diets on growth and product quality were nutritional factors was evaluated.     The results indicate that the test diet feed tested neither did not affected growth nor and product quality of the product. Also, tThe results therefore suggest that it is possible to reduce the  proportion the ratio of proteins and the fish meal in the diets for Arctic charr can be reduced and partially and substituted fish meal for by raw material of plant origin. This substitution of fish meal with less expensive raw material could reduce the cost of Arctic charr production considerably.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Jón Kjartan Jónsson, Turid Synnøve Aas and Trine Ytrestøyl, Manfred Phiscker

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Tilraun var framkvæmd  með það að markmiði að meta virkni lífræns litarefnis, Ecotone™, og ólífræns litarefnis, Lucantin® Pink, á litun bleikjuholds. Einnig voru áhrif 25% og 30% fitu í fóðri á virkni litarefnanna rannsökuð. Allir  tilraunaliðir voru prófaðir í þrítekningu. Meðal þungi  tilraunafiska var 564 g við upphaf tilraunar og 1381 g við lok tilraunar eftir 131 dag. Hitastig á tilraunatímanum var að meðaltali 8 C̊ og selta eldisvökva 20 ‰ .Meltanleiki astaxanthins í Lucantin® Pink reyndist mun hærri en í Ecotone™. Munur á holdlit sem mældur var með mismunandi aðferðum reyndist mun minni og bendir það til betri nýtingar á litnum í Lucantin® Pink. Lítil áhrif á holdlitun fundust af mismikilli fitu í fóðri og gilti það um bæði litarefnin. Lífræna litarefnið er dýrara í innkaupi en það ólífræna og af því leiðir að u.þ.b. 5,5 % dýrara er að lita bleikju með Ecotone™ samanborið við Lucantin® Pink. Fram kom við greiningu á litarefni í fóðri í upphafi og við lok tilraunar 16 vikum seinna að verulegt tap var á litarefni úr fóðrinu og virtist það tap vera óháð tegund litarefnis.

A feeding trial was conducted to compare the pigmenting efficiency of the biological colorant Ecotone™ containg astaxanthin and prepared from the red yeast Phaffia rhodozyma, and the synthetic colorant Lucantin® Pink in Arctic charr. Both colorants were incorporated into diets containing either 25 or 30% lipid. All treatments were run in triplicate. The initial average weight of the fish was 564 g and the final weight 1381 g after a trial period of 131 days at 8 C̊ and 20 ‰ salinity. The digestibility of astaxanthin seems to be very much dependent upon the astaxanthin source. Differences in flesh colour indicate a better utilization of astaxanthin from the synthetic source (Lucantin® Pink) as compared to the biological source (Ecotone™). There was only a minor effect of lipid content on utilisation of the astaxanthin. The biological astaxanthin source is more expensive than the synthetic source, resulting in about 5,5% higher production cost of fish produced with the “organic” colorant Ecotone™ as compared to fish produced with the synthetic source of astaxanthin (Lucantin® Pink). The astaxanthin content in all diets proved to be very unstable when the feed was stored under conditions that are common in production of Arctic charr (10 – 20  ̊C indoors). The loss of astaxanthin ranged from 21‐40% and tended to be higher in diets containing Ecotone™. Thus, it is very important to avoid high temperatures, light and oxygen during storage of the feed.

Skoða skýrslu
IS