Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir (nemandi HA), Friðbjörn Möller, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.   Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna.

Zooplankton is the food source of our fish stocks, with Calanus finmarchicus being the most abundant species in the marine ecosystem around Iceland in addition to Acartia that may be found in the zooplankton throughout the year. The overall goal of this project was to culture natural zooplankton species (Calanus finmarchicus and Acartia) for production of eggs that is the basis for commercial production of copepods. Facilities for culturing zooplanktonic species and live algae have been set up as a part of the project. Natural zooplankton has been collected using various approach and attempts have been made to culture copepods under various conditions. Eggs of Acartia tonsa have furthermore been hatched and cultured in two separate experiments. The main results indicate that zooplankton species are extremely sensitive to handling and temperature changes during collection and trasnport. Significant losses were observed during the first days following collection and the copepod cultures only survived through a few weeks. Previous studies show that nutrition profoundly affects reproduction, survival and productivity of zooplankton species. The present results indicate that the algae paste used did not fulfil the nutritional requirements of the copepods but improved results were achieved using live algae cultures. Hatching of dormant eggs proved successful and eggs have been collected from the experimental units. Further experiments are planned with the aim to study the effects of nutrition, food supply and copepod densities on the development, sex ratio and productivity of the cultures.

Skoða skýrslu
IS