Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/01/2011

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri, Nýsköpunarsjóður Námsmanna

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvifssamfélag sjávar er mjög fjölbreytt og tegundaauðugt og í svifinu er að finna hátt hlutfall n‐3 fitusýra svo og prótein, litarefni, vax estera og kítín. Auk þess að vera náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska þá innihlalda svifdýr hátt hlutfall fitusýra sem hentugar eru til manneldis. Af þessum sökum er áhugavert að nýta þessa uppsprettu næringarefna með ræktun við stýrðar aðstæður á landi og aðgengi allt árið um kring.   Megin markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að viðhalda ræktum Acartia tonsa sem klakið var úr dvalareggjum og rækta Acartia longiremis úr svifi í sjó úr Eyjafirði svo og að rannsaka klakhlutfall eggja eftir geymslu. A. longiremis er mun viðkvæmari í allri meðhöndlun samanborið við A. tonsa og þarf lægra ræktunarhitastig. Komið hefur verið upp aðstöðu til ræktunar svifdýra og þörunga á rannsóknastofu Matís, HA og Hafró á Akureyri. Aðstæður á rannsóknastofunni reyndust fullnægja þörfum beggja tegunda til vaxtar og viðhalds en niðurstöður benda hins vegar til þess að þróa þurfi betri aðstæður við geymslu eggja A. longiremis til þess að auka klakhlutfall þeirra. Niðurstöður tilrauna þar sem lúðuseiði voru fóðruð með Acartia spp. gefa jafnframt vísbendingar um hraðari vöxt lúðulirfa og þótt vísbendingar væru um að myndbreytingu seinkaði nokkuð, þá virtist sem hún heppnaðist betur.

The community of zooplankton includes many species and contains high proportion of n‐3 fatty acids in addition to proteins, wax esters and chitin. Apart from being the natural food for marine larvae, zooplankton includes large quantities of high quality oil suitable for human consumption. It is therefore of importance to utilize this nutritional source by culturing zooplankton at controlled conditions throughout the year.   The main goal of the project was to develop methods for maintaining cultures of Acartia tonsa that were hatched from dormant eggs, and to maintain cultures of Acartia longiremis collected from the marine environment in Eyjafjördur. The hatching rate of eggs following storage was furthermore investigated. Facilities for culturing of both zooplankton species and algae at controlled conditions have been set up in the laboratory and A. longiremis proved to be more sensitive to handling and require lower culturing temperatures compared with A. tonsa. Culturing conditions proved to fulfil the needs of the Acartia species for normal development and egg production. The results, however, indicate that conditions during egg storage need to be developed further for improved hatching rate of A. longiremis eggs. Offering Acartia spp. to halibut larvae may have resulted in improved growth and metamorphosis of larvae, however with delayed metamorphosis.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Útgefið:

01/10/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins / Project fund of the Ministry of Fisheries

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að gera úttekt á möguleikum framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis á Íslandi. Gæði og framboð lirfa er eitt helsta vandamálið í fiskeldi í dag. Lirfur flestra sjávarfiska þurfa lifandi bráð þegar forðanæring kviðpokans er uppurin og er þá framboð lifandi fóðurdýra nauðsynlegt þar til lirfur fara að taka til sín þurrfóður. Innlendar eldisstöðvar hafa fyrst og fremst notað hjóldýr og artemíu sem kaupa þarf erlendis frá og rækta í stöðvunum. Nokkuð skortir á rétta samsetningu næringarefna í þessum fóðurdýrum í samanburði við dýrasvif sem er náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska og sýna rannsóknir að notkun dýrasvifs gefur aukna afkomu og bættan vöxt lirfa. Framboð náttúrulegs dýrasvifs er árstíðabundið en ræktun ýmissa tegunda hefur verið reynd á nokkrum stöðum í heiminum með góðum árangri. Benda niðurstöður rannsókna til þess að mögulegt sé að rækta ýmsar tegundir krabbaflóa í nægilega miklu magni til framleiðslu fyrir seiðaeldisstöðvar. Margar tegundir svifdýra er að finna í lífríki sjávar við landið sem hentað gætu til eldis sjávarfiska og má þar sem dæmi nefna rauðátu, A. longiremis og Oithona spp. Fyrirhugað er að sækja um rannsóknastyrk til sjóðsins um uppsetningu á aðstöðu og tilraunir með ræktun valinna tegunda(r) dýrasvifs.

The main goal of this project was to evaluate the potential for production of natural zooplankton for production of marine fish larvae in Iceland. Satisfactory quality and survival of larvae are one of the main problems in marine aquaculture. Marine larvae are fed live zooplankton during the first feeding stages, when the content of the yolk sac is spent. Icelandic producers of marine fish larvae mainly use imported rotifers and Artemia as live feed. Copepods are the main food source of marine fish larvae in their natural environment and previous research indicate that the nutritional value of rotifers and Artemia is not adequate for successful development of the larvae. Successful growth and survival of larvae have been achieved using natural zooplankton. However, seasonal growth of natural zooplankton species prevents their use in commercial production of fish larvae. Copepods have been successfully cultured and there are indications that copepods can be cultured as feed in the production of marine fish larvae on a commercial scale. Various zooplankton species are found in the Icelandic marine ecosystem and that may be ideal candidates for culturing e.g. Calanus finmarchicus, A. longiremis and Oithona spp. As a next step, we will apply for funding of a larger project where the aim is to develop experimental facilities and carry out experimental cultures of selected species.

Skoða skýrslu
IS