Skýrslur

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Hlynur Ármannsson, Kristinn Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Breytileiki svifþörunganna er mikill en í sjó á norðurhveli jarðar eru kísilþörungar og svipuþörungar algengastir. Svifþörungar hafa verið ræktaðir í Japan frá því um 1960 og nýttir til að auðga næringarinnihald ýmiskonar fæðu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Hátt hlutfall omega 3 (ω3) og  ω6 fitusýra í kaldsjávarþörungum gera þá einnig að áhugaverðum kosti í ræktun. Megin markmið verkefnisins var að einangra þörunga úr hafinu við Ísland og rækta á rannsóknastofu við mismunandi aðstæður. Tekist hefur að einangra og viðhalda hreinræktum af 4 tegundum kaldsjávarþörunga, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. Fituinnihald og hlutfall ω3 fitusýra reyndist hæst í P. tricornutum en tegundirnar innihéldu allar tiltölulega hátt hlutfall ω3 fitusýra og voru auðveldar í ræktun þó svo að vöxtur þeirra væri mismunandi háð aðstæðum. Niðurstöður benda til þess að fituinnihald og hlutfall mismunandi fitusýra sé breytilegt eftir vaxtarstigum. Niðurstöður sýna ennfremur að hjóldýr éta Microcystis sp. og Chlorella sp. og því mögulega áhugavert að nýta þessar tegundir til auðgunar hjóldýra sem notuð eru sem lifandi fóðurdýr við eldi sjávarlirfa í fiskeldi. Verkefnið hefur leitt af sér ný verkefni þar sem unnið er áfram með þær tegundir þörunga sem tekist hefur að rækta í hreinræktum. Markmið þessara rannsókna er annars vegar að þróa áfram aðferðir við ræktun í því markmiði að auka hlutfall fitu og vinna fituefni úr þörungum og hins vegar tilraunir með ræktun tegundanna í affallsvatni frá fiskeldisstöð. Einnig er hafin tilraun í eldi þorskseiða með notkun þessara tegunda þörunga við auðgun fóðurdýra lirfa.

Phytoplankton is the autotrophic component of the plankton community. Phytoplankton has been cultured since 1960 in Japan for a variety of purposes, including foodstock for other aquacultured organisms and a nutritional supplement. The most abundant groups of microalgae around Iceland are the diatoms and dinoflagelleates. High omega 3 (ω 3) and ω6 fatty acid content in cold water marine algae make them interesting for culturing. The main goal of the project was to search expedient plankton suitable for culturing and investigate the effects of different culture conditions. Four species of cold‐water algae have been isolated in monocultures, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. P. tricornutum was found to contain the higest fatty acid and  ω3 content but all species were relatively high in  ω3 content and were easy to culture. The results indicate that the fatty acid composition differed with respect to growth stages. The results also indicate that rotifers grazed on Microcystis sp. and Chlorella sp., thereby making them interesting for enrichment of the live prey commonly used in marine aquaculture. The project has resulted in new projects with further studies on the isolated species and developing methods for increasing their fat content, processing methods for extraction of the fat content and culturing using waste water from aquaculture farms. Also, two of the algae species are presently being used for enrichment of the live prey of cod larvae in an ongoing project.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/01/2011

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri, Nýsköpunarsjóður Námsmanna

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvifssamfélag sjávar er mjög fjölbreytt og tegundaauðugt og í svifinu er að finna hátt hlutfall n‐3 fitusýra svo og prótein, litarefni, vax estera og kítín. Auk þess að vera náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska þá innihlalda svifdýr hátt hlutfall fitusýra sem hentugar eru til manneldis. Af þessum sökum er áhugavert að nýta þessa uppsprettu næringarefna með ræktun við stýrðar aðstæður á landi og aðgengi allt árið um kring.   Megin markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að viðhalda ræktum Acartia tonsa sem klakið var úr dvalareggjum og rækta Acartia longiremis úr svifi í sjó úr Eyjafirði svo og að rannsaka klakhlutfall eggja eftir geymslu. A. longiremis er mun viðkvæmari í allri meðhöndlun samanborið við A. tonsa og þarf lægra ræktunarhitastig. Komið hefur verið upp aðstöðu til ræktunar svifdýra og þörunga á rannsóknastofu Matís, HA og Hafró á Akureyri. Aðstæður á rannsóknastofunni reyndust fullnægja þörfum beggja tegunda til vaxtar og viðhalds en niðurstöður benda hins vegar til þess að þróa þurfi betri aðstæður við geymslu eggja A. longiremis til þess að auka klakhlutfall þeirra. Niðurstöður tilrauna þar sem lúðuseiði voru fóðruð með Acartia spp. gefa jafnframt vísbendingar um hraðari vöxt lúðulirfa og þótt vísbendingar væru um að myndbreytingu seinkaði nokkuð, þá virtist sem hún heppnaðist betur.

The community of zooplankton includes many species and contains high proportion of n‐3 fatty acids in addition to proteins, wax esters and chitin. Apart from being the natural food for marine larvae, zooplankton includes large quantities of high quality oil suitable for human consumption. It is therefore of importance to utilize this nutritional source by culturing zooplankton at controlled conditions throughout the year.   The main goal of the project was to develop methods for maintaining cultures of Acartia tonsa that were hatched from dormant eggs, and to maintain cultures of Acartia longiremis collected from the marine environment in Eyjafjördur. The hatching rate of eggs following storage was furthermore investigated. Facilities for culturing of both zooplankton species and algae at controlled conditions have been set up in the laboratory and A. longiremis proved to be more sensitive to handling and require lower culturing temperatures compared with A. tonsa. Culturing conditions proved to fulfil the needs of the Acartia species for normal development and egg production. The results, however, indicate that conditions during egg storage need to be developed further for improved hatching rate of A. longiremis eggs. Offering Acartia spp. to halibut larvae may have resulted in improved growth and metamorphosis of larvae, however with delayed metamorphosis.  

Skoða skýrslu
IS