Skýrslur

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Útgefið:

26/08/2019

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

Verkefnissjóður sjávarútvegsins, AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna magn næringarefna, steinefna og snefilefna í sölvum eftir árstíma til að meta hvenær best sé að uppskera þau m.t.t. næringarsjónarmiða. Tekin voru sýni á tveimur stöðum, Tjaldanesi við Saurbæ í Dalasýslu og Herdísarvík við Selvog á Reykjanesi á tímabilinu frá október 2011 til apríl 2013.

Árstíðarsveiflur greindust í innihaldi næringarefna í sölvum bæði í Herdísarvík og Tjaldanesi og fylgdu þær svo til sama ferli. Snemma vors náði magn trefja, próteina, fitu, ösku og vatns hámarki. Mælingar bentu einnig til árstíðarsveiflna í sumum þeirra steinefna og snefilefna sem mæld voru; kalíum, fosfór, joð, selen, kadmín og blý. Þungmálmar voru innan viðmiðunarmarka að undanskildu kadmín á veturna.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Á þeim tíma sem makríll er við íslandsstrendur er hann í miklu æti sem veldur því að hann snögg fitnar með þeim afleiðingum að holdið verður mjög viðkvæmt fyrir meðhöndlun. Í þessari rannsókn var makríll sem var veiddur sumarvertíðarnar 2012 og 2013 (júlí, ágúst, september) og frá mismunandi veiðisvæðum (austur, norðaustur, suður og suðaustur) skoðaður. Til þess að meta á hversu vel hráefnið hentar til vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis, var makríllinn mældur m.t.t. vatns- og fituinnihalds, fitusýrusamsetningar, litar, þránunar og frírra fitusýra. Almennt var makríllinn sem safnað var sumarið 2012 af betri gæðum en makríll frá 2013. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna breytileika á milli veiðimánaða m.t.t. fituinnihalds og framgang þránunar. Makríll sem var veiddur um miðbik vertíðarinnar hafði lægsta þránunargildið, sem gefur til kynna að sá makríll hentar best fyrir vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis.

Atlantic mackerel (Scomber scombrus) appears in Icelandic waters during its heavy feeding period, resulting in variation in mackerel products quality. Fish caught at different season during the summers of 2012 and 2013 (July, August, September) and at different sites of the Icelandic fishing area (East, Northeast, South and Southeast) were analysed. Measurements of lipid and water content, fatty acid composition, colour changes, lipid hydroperoxide (PV), thiobarbituric reactive substances (TBARS) and free fatty acid (FFA) were studied with the aim of investigating whether this raw material was suitable for the production of high quality products for human consumption. In general, samples collected during the summer of 2012 showed a better condition than fish from 2013. The results indicated seasonal variation in lipid content and rancidity development. The lowest rancidity values were observed in the middle of the Icelandic catching season, indicating that this raw material was best suited for production of high quality products. Moreover, geographical variation of the mackerel catches had an impact on the saturation of the fatty acids, and appeared as follows: East > Southeast > Northeast > South.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Útgefið:

06/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á klettaog hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er.

Dulse was collected from June to October 2010 at two different locations, rocky shore and at sandbank were the sea was mixed with fresh water. The aim was to collect data on the influence of location and season on the appearance and chemical composition of dulse. Significant differences were found on several attributes. Knowledge of the variability in i.e. colour and protein content assist processors in selecting the most favourable raw material for their product.

Skoða skýrslu
IS