Skýrslur

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður (S 010-15)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Markmið þessa forverkefnisins var að greina mismunandi strauma í fiskmjöls- og lýsisvinnslu uppsjávartegunda. Áhersla var lögð á að greina fitusýrusamsetningu vökva á mismunandi stöðum í vökvaskiljunni. Talið er að afurð verkefnisins geti leitt til bættrar framleiðslu á búklýsi uppsjávarfisks, þar sem að hægt verður að framleiða lýsi með mismunandi hlutföllum af fjölómettuðum fitusýrum (s.s. EPA og DHA). Með því að taka lýsið úr mismunandi vökvastraumum má ná fram lýsi með mismunandi eiginleika og auka þannig verðmæti lýsisafurða sem framleiddar eru í fiskmjöls- og lýsisverksmiðjum. Talsverður breytileiki í fitusýrusamsetningu mældist í sýnunum, bæði eftir fisktegund og sýnatökustað. Sýnin áttu öll það sameiginlegt að einómettaðar fitusýrur voru í meirihluta óháð fisktegund og sýnatökustað. Fjölómettaðar og mettaðar fitusýrur fylgdu þar á eftir. Vísbendingar voru um að lengri fjölómettuðu fitusýrurnar brotni niður eftir því sem lengra er farið inn í ferlið. Með bættum vinnsluferlum væri hægt að fara í framleiðslu á hágæða lýsisafurðum til manneldis. Fara þarf því í mun ýtarlegri greiningu á öllu ferlinu, en niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna að það er eftir miklu að slægjast.

The objective of the project was to identify different streams during production of fishmeal and oil from pelagic fish. Emphasis was placed on analysing the fatty acid composition of streams collected at different processing steps. It is believed that the results can lead to improved production of pelagic fish oil, since it will be possible to produce fish oil with various proportion of polyunsaturated fatty acids (such as EPA and DHA). Considerable variability was observed between the collected samples, both by species as well as where in the process the samples were collected. Monounsaturated fatty acids were majority in all the samples, regardless of fish species and sampling location. Moreover, the results indicated that the longer polyunsaturated fatty acids can break down as the process go further. With improved processing control, it is possible to produce high quality oil products intended for human consumption. A comprehensive analysis on the entire process is however necessary.

Skýrsla lokuð til 01.11.2020

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Verkefni þetta hafði að markmiði að þróa og innleiða RFID merkingar í fiskvinnslu. Verkefnið var styrkt af AVS-sjóðnum. RFID merki eru auðkennimerki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Verkefnið fól m.a. í sér þróun aðferðafræði til að viðhalda lotum frá móttöku fiskikera og í gegnum vinnslu, án þess þó að hægja á vinnslunni, þróun á skrúfanlegum plasttappa með RFID merki til að auðvelda útskiptingu þeirra í fiskikerum og aðlögun RFID lestrar á lyftara. Verkefnið var stutt af niðurstöðum tveggja annarra verkefna, “Vinnsluspá” og “Verkunarspá” og naut jafnframt góðs af vinnu við verkefnið “Framlegðarhámörkun”. Þessi verkefni hafa sýnt fram á tengsl uppruna aflans við vinnslueiginleika og hafa að markmiði að nýta upplýsingar sem skráðar eru í fiskvinnslu til að straumlínulaga og bæta stjórnun virðiskeðju sjávarafurða, frá veiðum og á markað. Forsenda fyrir því að hægt sé að nota mælingarniðurstöður við spálíkanagerð er að tengsl séu þekkt milli mælinga sem framkvæmdar eru á mismunandi stigum framleiðslunnar. Forsendan er með öðrum orðum rekjanleiki sem er tryggður með RFID. Notkun RFID merkja í fiskvinnslu styður þannig þá vinnu og þróun sem átt sér hefur stað í þessum verkefnum, þar sem öryggi og nákvæmni þeirra líkana sem þar eru notuð byggja að stórum hluta á stöðlun í meðferð upplýsinga. Slík stöðlun fæst einmitt með því að innleiða sjálfvirkni í skráningu efnisstrauma í vinnslunni. Notkun RFID merkja er orðin nokkuð útbreidd í smásölu og hefur verslunarkeðjan Wal-Mart m.a. nýtt sér tæknina, sem hefur verið í örri þróun á síðustu árum. Hún er talin gefa mikla möguleika til aukins hagnaðar fyrirtækja í framleiðslu og smásölu, m.a. með minni sóun, bættum möguleikum til framleiðslu-og lagerstýringar og möguleikum á upplýsingagjöf til viðskiptavina. Samstarfsaðilar í verkefninu voru FISK Seafood, Matís, Maritech og Sæplast.

This project was aimed at developing and implementing RFID labels in fish processing. RFIDs are labels that transmit radio signals. The project included sustaining sequences from landing of fish tubs, through stockroom and processing, without slowing down the processing (sustaining sequences from catch to landing had been solved earlier). It also included the development of a plug, containing the RFID label, for easier exchange of labels and adjustments of RFID reading on a fork lift. The project took aim in, and collaborated with, other projects, such as “Processing forecast of cod” and “Contribution margin maximisation” (both funded by the AVS fund and Rannís), which have shown that the origin of catch and season of catch influences the processing properties of the catch. FISK Seafood, Matís, Maritech and Sæplast (Promens-Dalvík) collaborated on the project and it was funded by the AVS-fund, under the ministry of fisheries.

Skoða skýrslu
IS