Skýrslur

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður (S 010-15)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Markmið þessa forverkefnisins var að greina mismunandi strauma í fiskmjöls- og lýsisvinnslu uppsjávartegunda. Áhersla var lögð á að greina fitusýrusamsetningu vökva á mismunandi stöðum í vökvaskiljunni. Talið er að afurð verkefnisins geti leitt til bættrar framleiðslu á búklýsi uppsjávarfisks, þar sem að hægt verður að framleiða lýsi með mismunandi hlutföllum af fjölómettuðum fitusýrum (s.s. EPA og DHA). Með því að taka lýsið úr mismunandi vökvastraumum má ná fram lýsi með mismunandi eiginleika og auka þannig verðmæti lýsisafurða sem framleiddar eru í fiskmjöls- og lýsisverksmiðjum. Talsverður breytileiki í fitusýrusamsetningu mældist í sýnunum, bæði eftir fisktegund og sýnatökustað. Sýnin áttu öll það sameiginlegt að einómettaðar fitusýrur voru í meirihluta óháð fisktegund og sýnatökustað. Fjölómettaðar og mettaðar fitusýrur fylgdu þar á eftir. Vísbendingar voru um að lengri fjölómettuðu fitusýrurnar brotni niður eftir því sem lengra er farið inn í ferlið. Með bættum vinnsluferlum væri hægt að fara í framleiðslu á hágæða lýsisafurðum til manneldis. Fara þarf því í mun ýtarlegri greiningu á öllu ferlinu, en niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna að það er eftir miklu að slægjast.

The objective of the project was to identify different streams during production of fishmeal and oil from pelagic fish. Emphasis was placed on analysing the fatty acid composition of streams collected at different processing steps. It is believed that the results can lead to improved production of pelagic fish oil, since it will be possible to produce fish oil with various proportion of polyunsaturated fatty acids (such as EPA and DHA). Considerable variability was observed between the collected samples, both by species as well as where in the process the samples were collected. Monounsaturated fatty acids were majority in all the samples, regardless of fish species and sampling location. Moreover, the results indicated that the longer polyunsaturated fatty acids can break down as the process go further. With improved processing control, it is possible to produce high quality oil products intended for human consumption. A comprehensive analysis on the entire process is however necessary.

Skýrsla lokuð til 01.11.2020

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of brining and frozen storage on physicochemical properties of well-fed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) intended for hot smoking and canning

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, María Gudjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Hörður G. Kristinsson, Telma B. Kristinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Effect of brining and frozen storage on physicochemical properties of well-fed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) intended for hot smoking and canning

Makríll (Scomber scombrus) er tiltölulega ný nytjategund við strendur Íslands. Þar sem makríll er feitur fiskur með stutt geymsluþol, krefst hann því hámörkunar á geymsluaðstæðum og vinnsluferlum. Í þessu verkefni voru breytingar á efna- og eðliseiginleikum við hitameðhöndlun á söltuðum og ósöltuðum makríl rannsakaðar. Fyrir vinnslu var fiskurinn geymdur í 6, 9 og 12 mánuði við -18 °C og -25 °C með það fyrir augum að kanna hversu vel íslenskur frosinn makríll hentar sem hráefni í niðursoðnar og heitreyktar vörur. Til þess að athuga þau áhrif sem hitameðhöndlun hefur á vinnslueiginleika makríls voru sýnin hituð upp í 75 °C (til að herma eftir reykingu) og 90 °C (til að herma eftir niðursuðu). Langvarandi geymsla í frosti hafði neikvæð áhrif á hráefnið vegna aukinnar þránunar og var fiskurinn sem geymdur var við -18 °C með marktækt lakari gæði samanborið við fisk sem geymdur var við -25 °C fyrir vinnslu. Niðurstöðurnar sýndu að afurð hituð að 75 °C hafði hærra vatnsinnihald, hærri vatnsheldni og hærri nýtingu og var auk þess meyrari samanborið við afurð hitaða að 90 °C. Á heildina litið þá gefa niðurstöðurnar til kynna að feitur sumarmarkíll gæti hentað vel til vinnslu á niðursoðnum og heitreyktum afurðum.

Atlantic Mackerel (Scomber scombrus) is a novel species in Iceland and as a fatty fish with a short shelf-life it requires optimization of storage and processing conditions. Physicochemical changes of brined and un-brined mackerel were analysed during frozen storage (6, 9, 12 months) at -18 °C vs. -25 °C with the aim of investigating the suitability of using well-fed frozen mackerel as raw material for canned and hot-smoked products. Heat treatments to a core temperature of 90 °C (representing canning) and 75°C (representing hot-smoking) were applied. Prolonged frozen storage showed negative effects on the raw material prior to heat processing due to an increased level of lipid oxidation, where fish stored at -18 °C was of significantly poorer quality than fish stored at -25 °C. Moreover, the results indicated that heat treatment resulting in a core temperature of 75 °C showed higher water content, liquid holding capacity, heating yield as well as lower maximum shear force of texture compared to mackerel heated to a core temperature of 90 °C. Overall, analyses indicated that the fatty summer mackerel was well suitable for production of canned and hot-smoked products.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu

Skýrslur

Short Training Course on Quality Assurance and Processing in the Artisanal Pelagic Fisheries Sector Tanzania June 18th to 29th 2012 / Hagnýtt námskeið í gæðatryggingu og vinnslu fyrir uppsjávarfisks strandveiðisvæða í Tansaníu 18. til 29. júní 2012

Útgefið:

01/09/2012

Höfundar:

Margeir Gissurarson

Styrkt af:

UNU-FTP

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Short Training Course on Quality Assurance and Processing in the Artisanal Pelagic Fisheries Sector Tanzania June 18th to 29th 2012 / Hagnýtt námskeið í gæðatryggingu og vinnslu fyrir uppsjávarfisks strandveiðisvæða í Tansaníu 18. til 29. júní 2012

Matís hélt tvö hagnýt námskeið í Tansaníu fyrir Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP), í samvinnu við Búfénaðar- og fiskveiðiþróunarráðuneyti Tansaníu. Gæðatap við fiskveiðar og vinnslu í Tansaníu er áætlað í kringum 60% af lönduðum afla. Aðal orsök tapsins er ófullnægjandi meðhöndlun og frumstæðar framleiðsluaðferðir á uppsjávarfiski (Dagaa). Efni námskeiðanna sem haldin voru í Mwanza og Kigoma fjallaði um bætt öryggi og vinnslu sjávarafurða með áherslu á uppsjávarfiskveiðar. Á hvoru námskeiði var fjöldi þáttakenda í kringum 30.

Two short training courses were conducted in Tanzania by Matis for the United Nations University – Fisheries Training Programme (UNU-FTP) in co-operation with the Ministry of Livestock and Fisheries Development in Tanzania. Post-harvest losses in fisheries in Tanzania are estimated to be around 60% of the total catch. These losses are mainly due to improper handling and poor processing techniques of the pelagic species (Dagaa). The courses held in Mwanza and Kigoma, covered the topics of fish safety and processing with emphasis on pelagic fisheries. About 30 persons participated in the course at each location.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Ásbjörn Jónsson, Sindri Sigurðsson (SVN), Ásgeir Gunnarsson (SÞ), Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Meginmarkmið verkefnisins Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni, sem hófst í júní 2008, var að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfisks um borð í nótaskipum. Afleiðing bættrar kælingar er að hærra hlutfall aflans er nýtilegt til manneldisvinnslu. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Síldarvinnslan (SVN) og Skinney Þinganes (SÞ).   Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af uppsjávarafla í skipslest og geymslutanki í landi og samþætting varmaflutningslíkana og gæðaspálíkana, sem gera kleift að spá fyrir um hráefnisgæði út frá umhverfishitasögu. Hitadreifing í lestum uppsjávarskipa með mismunandi útfærslum kælikerfa var kortlögð og geymsluhiti tengdur við gæðamælingar, sem gerðar voru við löndun. Af hita‐ og gæðamælingum er ljóst að gallatíðni í lönduðum afla eykst með hækkandi geymsluhita. Helsti kostur MCS kælikerfis (e. Mixed Cooling System), sem samtvinnar CSW (Chilled Sea Water) og RSW (Refrigerated Sea Water) kælikerfin, er að með kerfinu má draga úr þeirri óumflýjanlegu hitahækkun, sem verður í forkældri skipslest í kjölfar dælingar afla í lestina. Á meðan á verkefninu stóð stórjukust makrílveiðar Íslendinga og má fullyrða að niðurstöður verkefnisins hafi nýst mjög vel til að bæta árangur við manneldisvinnslu á makríl hér við land og hækka þannig afurðaverð verðmætrar tegundar.  

The main aim of the research project Increased value of pelagic species – improved chilling methods, which was initiated in June 2008, was to develop a new method for chilling and storing pelagic species on board purse seiners resulting in more valuable products.   This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of pelagic fish stored in a ship hold and a storage tank onshore and coupling of the heat transfer models and quality forecasting models, which makes it possible to predict spoilage of pelagic species as a function of ambient temperature history. Temperature distributions in ship holds with different cooling systems were mapped and storage temperature related to quality measurements conducted during landing. The fault ratio of landed raw material clearly increased, indicating lower quality, with higher storage temperature. The main advantage of a mixed cooling system (MCS), which combines RSW and CSW systems, compared to using only RSW is a lower temperature increase in a precooled ship hold caused by loading of the catch in the hold. During the project, the emphasis on mackerel fishing increased significantly around Iceland. It can be stated that the results of this project have been widely exploited in order to improve the yield of the mackerel and thereby increase the profitability of that valuable species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Byggðastofnun

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Í verkefninu er tölvuvætt varma‐  og straumfræðilíkan af geymslutönkum uppsjávarafla smíðað. Inntak líkansins er tímaháður umhverfishiti sem aftur skilar hitastigsdreifingu þeirrar blöndu uppsjávarafla og sjós sem geymd er í tönkunum. Það líkan er svo samtvinnað gæðaspálíkani sem segir til um þróun skemmdareinkennandi efna svo sem TMA og NH3 út frá þeirri hitastigssögu sem fæst úr varmafræðilíkaninu. Meginafrakstur verkefnisins er þróun og beiting tækni sem gerir það mögulegt að spá fyrir um skemmdaferla uppsjávarafla við gefna umhverfishitasögu. Sú tækni gæti reynst gríðarlega notadrjúg í meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla.   Samstarfsfyrirtæki í verkefninu eru Síldarvinnslan, Skinney‐ Þinganes og HB Grandi.

In this project a thermodynamic model of storage tanks used for cooling and storage of pelagic species is constructed. The input for the model is transient ambient temperature, which gives the temperature and velocity distribution in the mixture of pelagic species and seawater. This model is then coupled with a quality forecast model, which predicts the development of spoilage indicators such as TMA and NH3 from the temperature time series which are retrieved from the thermodynamic model. The main result of the project was the development and application of a technique which makes it possible to predict the spoilage of pelagic species given only ambient temperature history. This could prove immensely useful in the management and processing of pelagic species. The following companies take part in this project: Síldarvinnslan, Skinney‐Þinganes and HB Grandi.

Skoða skýrslu
IS