Skýrslur

Leiðbeiningar um kæligetu ískrapa til kælingar á fiskafurðum í kerum / Instruction for the cooling ability of slurry ice intended for chilling of fish products in fish containers

Útgefið:

01/06/2016

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Leiðbeiningar um kæligetu ískrapa til kælingar á fiskafurðum í kerum / Instruction for the cooling ability of slurry ice intended for chilling of fish products in fish containers

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 1 er markmiðið að áætla hæfilegt magn og gerð ískrapa til að halda fiskhitastigi í –1 °C í flutningi í kerum. Smíðuð eru varmaflutningslíkön af 340 PE og 460 PE matvælakerum frá Sæplasti til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda –1 °C innan í kerum, sem er ákjósanlegt hitastig fyrir geymslu á ferskum hvítfiskafurðum.   Forkæling fiskafurða fyrir pökkun í ker hefur afgerandi áhrif á það magn af afurðum, sem koma má fyrir í keri ef gerð er krafa um að viðhalda fiskhitanum –1 °C. Þetta skýrist af því að með hækkandi fiskhita við pökkun þarf aukið magn af ískrapa til að lækka fiskhitann í –1 °C og þar með minnkar rýmið fyrir fiskinn innan kersins. Rúmmálsnýtingu kersins, þ.e. magn af fiskafurðum í keri, þarf vitaskuld að hámarka til að lágmarka flutningskostnað og gera sjóflutning fiskafurða pökkuðum í ískrapa í ker raunhæfan valkost við sjóflutning í frauðkössum.   Þessar leiðbeiningar eiga að nýtast til að áætla það fiskafurðamagn, sem pakka má í 340 PE og 460 PE Sæplast ker. Miðað er við að pakka fiskinum í ískrapa með hitastigið  –1 °C, íshlutfallið 35% og salthlutfallið 1,2% og magn ískrapans nægi til að viðhalda –1 °C í ískrapa og fiski í fjóra daga við umhverfishita milli –1 °C og 5 °C. Taka ber fram að leiðbeiningarnar taka einungis kæliþörf með í reikninginn en ekki mögulegt, óæskilegt farg sem getur skapast á neðstu fisklögin í keri og getur mögulega valdið nýtingar‐  og gæðatapi.

The aim of the project Optimisation of fresh fish transport is to improve handling of sea transported fresh fish products, thereby improve their quality and increase the possibility of sea transport from Iceland. The aim of work package no. 1 is to estimate the suitable quantity and type of slurry ice in order to maintain the optimal fish temperature of –1 °C during transport in fish containers (tubs). Heat transfer models of 340 PE and 460 PE fish containers manufactured by Saeplast are developed for this purpose.   Precooling of fresh fish products before packing in slurry ice in containers has a dominating effect on the maximum fish quantity, which can be packed in each container assuming a maintained fish temperature of –1 °C. This is because an increased fish packing temperature increases the required amount of slurry ice in order to lower the fish temperature down to –1 °C, thereby decreasing the volume for fish within the container. The fish quantity within the container must certainly be maximized in order to minimize the transport cost and make sea transport of fresh fish products in slurry ice in containers a viable option. These guidelines should be useful to estimate the fish quantity, which can be packed in 340 PE and 460 PE Saeplast containers. The temperature, ice ratio and salinity of the slurry ice assumed are –1 °C, 35% and 1.2%, respectively. Furthermore, it is assumed that the amount of slurry ice applied is enough to maintain the slurry ice and fish at –1 °C for four days at ambient temperature between –1 °C and 5 °C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 062‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Meginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingar heilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunar benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐  og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐  og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

The main aim of the R&D project „Superchilled round fish – pre‐rigor“, which was initiated in July 2011, was to investigate if superchilled processing of whole fish on‐board fishing ships could increase the product quality and prolong storage life. The appropriate temperature‐  and time‐settings for the superchilling equipment was studied in four cooling trials and the best settings applied when preparing samples for a storage life study. The results from the storage life study indicate that superchilled processing of whole cod can extend storage life by two days. However, differences in sensory scores between the fillet groups were small. Storage life was estimated between 16 and 18 days which is quite long storage life for cod fillets. However, the group with superchilled fillets from superchilled whole fish seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillet groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) should be performed. The results obtained in this study show that CFD modelling of fluid flow and heat transfer is a realistic and functional tool to simulate superchilling of whole fish in a CBC‐cooler. In future work CFD‐modelling can be used to determine optimal values for parameters such as holding time, chilling temperature and air velocity. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Kristín Valtýsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla ‐ varmafræðileg hermun vinnslu‐ og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1‐1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. 

The main aim of the research project Hermun kæliferla – Thermal modelling of processing and transport of fresh fish, which was launched in June 2008, was to improve technology and practices used for fish processing and transport by means of analysis of chill chains, experiments and computational modelling. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of fresh fish fillets packaged in boxes, which can be used to predict product temperature evolution as a function of variable ambient temperature. Numerical heat transfer models were used to optimise the design of 3, 5 and 7‐kg expanded polystyrene boxes manufactured by Promens Tempra with the aim of minimising the maximum fish temperature in boxes under thermal load.  Improved thermal protection of the new box design was confirmed in different experiments, both with regard to lesser product temperature variations and prolonged freshness period and storage life of products. The results from another storage study suggest that the storage life of fresh fish products in a corner box can be more than 1‐1.5 days shorter than in the centre boxes of a full size pallet stack in a real air transport chain, depending on the level of ambient thermal load. Environmental and product temperatures were mapped in different chill chains with special emphasis laid on precooling during processing and temperature distribution in reefer containers of different types and loading patterns. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Ásbjörn Jónsson, Sindri Sigurðsson (SVN), Ásgeir Gunnarsson (SÞ), Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Meginmarkmið verkefnisins Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni, sem hófst í júní 2008, var að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfisks um borð í nótaskipum. Afleiðing bættrar kælingar er að hærra hlutfall aflans er nýtilegt til manneldisvinnslu. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Síldarvinnslan (SVN) og Skinney Þinganes (SÞ).   Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af uppsjávarafla í skipslest og geymslutanki í landi og samþætting varmaflutningslíkana og gæðaspálíkana, sem gera kleift að spá fyrir um hráefnisgæði út frá umhverfishitasögu. Hitadreifing í lestum uppsjávarskipa með mismunandi útfærslum kælikerfa var kortlögð og geymsluhiti tengdur við gæðamælingar, sem gerðar voru við löndun. Af hita‐ og gæðamælingum er ljóst að gallatíðni í lönduðum afla eykst með hækkandi geymsluhita. Helsti kostur MCS kælikerfis (e. Mixed Cooling System), sem samtvinnar CSW (Chilled Sea Water) og RSW (Refrigerated Sea Water) kælikerfin, er að með kerfinu má draga úr þeirri óumflýjanlegu hitahækkun, sem verður í forkældri skipslest í kjölfar dælingar afla í lestina. Á meðan á verkefninu stóð stórjukust makrílveiðar Íslendinga og má fullyrða að niðurstöður verkefnisins hafi nýst mjög vel til að bæta árangur við manneldisvinnslu á makríl hér við land og hækka þannig afurðaverð verðmætrar tegundar.  

The main aim of the research project Increased value of pelagic species – improved chilling methods, which was initiated in June 2008, was to develop a new method for chilling and storing pelagic species on board purse seiners resulting in more valuable products.   This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of pelagic fish stored in a ship hold and a storage tank onshore and coupling of the heat transfer models and quality forecasting models, which makes it possible to predict spoilage of pelagic species as a function of ambient temperature history. Temperature distributions in ship holds with different cooling systems were mapped and storage temperature related to quality measurements conducted during landing. The fault ratio of landed raw material clearly increased, indicating lower quality, with higher storage temperature. The main advantage of a mixed cooling system (MCS), which combines RSW and CSW systems, compared to using only RSW is a lower temperature increase in a precooled ship hold caused by loading of the catch in the hold. During the project, the emphasis on mackerel fishing increased significantly around Iceland. It can be stated that the results of this project have been widely exploited in order to improve the yield of the mackerel and thereby increase the profitability of that valuable species.

Skoða skýrslu
IS