Skýrslur

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Ásbjörn Jónsson, Sindri Sigurðsson (SVN), Ásgeir Gunnarsson (SÞ), Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Meginmarkmið verkefnisins Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni, sem hófst í júní 2008, var að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfisks um borð í nótaskipum. Afleiðing bættrar kælingar er að hærra hlutfall aflans er nýtilegt til manneldisvinnslu. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Síldarvinnslan (SVN) og Skinney Þinganes (SÞ).   Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af uppsjávarafla í skipslest og geymslutanki í landi og samþætting varmaflutningslíkana og gæðaspálíkana, sem gera kleift að spá fyrir um hráefnisgæði út frá umhverfishitasögu. Hitadreifing í lestum uppsjávarskipa með mismunandi útfærslum kælikerfa var kortlögð og geymsluhiti tengdur við gæðamælingar, sem gerðar voru við löndun. Af hita‐ og gæðamælingum er ljóst að gallatíðni í lönduðum afla eykst með hækkandi geymsluhita. Helsti kostur MCS kælikerfis (e. Mixed Cooling System), sem samtvinnar CSW (Chilled Sea Water) og RSW (Refrigerated Sea Water) kælikerfin, er að með kerfinu má draga úr þeirri óumflýjanlegu hitahækkun, sem verður í forkældri skipslest í kjölfar dælingar afla í lestina. Á meðan á verkefninu stóð stórjukust makrílveiðar Íslendinga og má fullyrða að niðurstöður verkefnisins hafi nýst mjög vel til að bæta árangur við manneldisvinnslu á makríl hér við land og hækka þannig afurðaverð verðmætrar tegundar.  

The main aim of the research project Increased value of pelagic species – improved chilling methods, which was initiated in June 2008, was to develop a new method for chilling and storing pelagic species on board purse seiners resulting in more valuable products.   This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of pelagic fish stored in a ship hold and a storage tank onshore and coupling of the heat transfer models and quality forecasting models, which makes it possible to predict spoilage of pelagic species as a function of ambient temperature history. Temperature distributions in ship holds with different cooling systems were mapped and storage temperature related to quality measurements conducted during landing. The fault ratio of landed raw material clearly increased, indicating lower quality, with higher storage temperature. The main advantage of a mixed cooling system (MCS), which combines RSW and CSW systems, compared to using only RSW is a lower temperature increase in a precooled ship hold caused by loading of the catch in the hold. During the project, the emphasis on mackerel fishing increased significantly around Iceland. It can be stated that the results of this project have been widely exploited in order to improve the yield of the mackerel and thereby increase the profitability of that valuable species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Byggðastofnun

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Í verkefninu er tölvuvætt varma‐  og straumfræðilíkan af geymslutönkum uppsjávarafla smíðað. Inntak líkansins er tímaháður umhverfishiti sem aftur skilar hitastigsdreifingu þeirrar blöndu uppsjávarafla og sjós sem geymd er í tönkunum. Það líkan er svo samtvinnað gæðaspálíkani sem segir til um þróun skemmdareinkennandi efna svo sem TMA og NH3 út frá þeirri hitastigssögu sem fæst úr varmafræðilíkaninu. Meginafrakstur verkefnisins er þróun og beiting tækni sem gerir það mögulegt að spá fyrir um skemmdaferla uppsjávarafla við gefna umhverfishitasögu. Sú tækni gæti reynst gríðarlega notadrjúg í meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla.   Samstarfsfyrirtæki í verkefninu eru Síldarvinnslan, Skinney‐ Þinganes og HB Grandi.

In this project a thermodynamic model of storage tanks used for cooling and storage of pelagic species is constructed. The input for the model is transient ambient temperature, which gives the temperature and velocity distribution in the mixture of pelagic species and seawater. This model is then coupled with a quality forecast model, which predicts the development of spoilage indicators such as TMA and NH3 from the temperature time series which are retrieved from the thermodynamic model. The main result of the project was the development and application of a technique which makes it possible to predict the spoilage of pelagic species given only ambient temperature history. This could prove immensely useful in the management and processing of pelagic species. The following companies take part in this project: Síldarvinnslan, Skinney‐Þinganes and HB Grandi.

Skoða skýrslu
IS